Frí frá bloggi

Í fyrramálið fer Mosi á leið til Þýskalands. Verður því n.k. bloggfrí af minni hálfu um nokkurt skeið. Vonandi saknar enginn athugasemda um líðandi stund. Margar hafa þær gefið tilefni til kröftugra viðbragða en óskandiner að þetta öldurót sem orðið hefur kringum þjóðarskútuna megi lægja að nokkru.

Að 10 dögum liðnum mun Mosi koma aftur og koma af fullum þunga aftur inn í umræðu líðandi stundar. Þá þarf Mosi að ganga fljótlega frá sýnishorni af frásögn og myndum frá „heimsenda“ þ.e. Kamtsjatka í Austur Síberíu.

Bestu kveðjur og gangi ykkur allt í haginn eftir því sem unnt er auðvitað!

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hafðu góða ferð/kveðja Halli gamli/

Haraldur Haraldsson, 23.10.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Góða utanferð.  Hlakka til að sjá myndirnar austan af Heimsenda

Kveðjur og heilsanir

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.10.2008 kl. 16:21

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka góðar kveðjur jafnframt sem eg tilkynni að nú er Mosi aftur kominn eftir þessa stuttu för. Við litum til sonarins sem er nýhafinn nám við háskólann í Karlsruhe. Þá voru ættingjar betri partsins heimsóttir en tímamót er hjá tengdamóður sem fór á elliheimili. Tengdafaðirinn dó fyrir rúmu ári síðan og nú er þessi fasti punktur í tilverunni síðan nær 30 ár ekki lengur til. Svona er nú það. Við gegnum um gamla akurinn þar sem fjölskyldan ræktaði nánast allt það grænmeti og ávexti sem til þurfti fyrir stórt heimili. Því miður höfðu villisvín gert sig heimakominn og mátti sjá hvar þau höfðu brotist gegnum rammgerða girðinguna á 3 stöðum! Þessi villisvín er mikil plága garðeigendum í Þýskalandi um þessar mundir einkum í útjaðri byggðar. Veiðimenn standa sig engan veginn og sjálfsagt mættu íslenskir veiðimenn huga að þessu sérstaklega þeir sem eru sæmilega loðnir um lófana en nokkuð þykir þetta sport vera dýrt. Veiðimennirnir (die Jäger) hafa með sér sérstakan félagsskap og koka saman í knæpunum rétt eins og íslenskir veiðimenn og segja hvor öðrum frægðarsögur.

Veiðimennska þessi er einkum stunduð í skógunum og þá á næturnar. Príla veiðimennirnir upp í þar til gerð veiðihús sem þeir nefna Hochsitz á þýskri tungu. Þar liggja þeir fyrir dýrunum, sötra á einhverjum volgum drykkjum sér til hressingar, kaffi eða te. Stundum á einhverju sterkara og þá kemur fyrir að þeir treysta sér jafnvel ekki niður aftur fyrr en runnið er þokkalega af þeim. Af veiðimennsku fer misjöfnum sögum en þorpsbúar nokkuð víða um Þýskaland geta staðfest að í skjóli myrkurs verði stundum kettir jafnt sem viðurkennd veiðidýr fyrir skotum veiðimanna þessara. Þeir eru nefnilega misjafnlega þokkaðir en þetta sport er arfur frá fyrri tíð þegar aðallinn átti sínar veiðilendur vítt og breytt um Evrópu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.11.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband