Handtaka og farbann

Af hverju eru þessir herramenn ekki handteknir og settir í farbann?

Gríðarlegir hagsmunir hafa verið í höndunum á þessum bankastjórum sem margir hverjir hafa sýnt af sér ótrúlegt gáleysi á undanförnum misserum. Þessir menn hafa verið á ofurlaunum sem eru okkur venjulegu fólki gjörsamlega óskiljanlegt.

Eftir handtöku væri rétt að fram færi yfirheyrsla yfir þeim þar sem þeir væru látnir gera grein fyrir fjármálaumsvifum sínum undanfarna mánuði. Þá kann farbann að vera nauðsynlegt til þess að gæta rannsóknarhagsmuna og að koma í veg fyrir að þeir yfirgefa landið og hugsanlega koma eignum undan.

Þeir sem hafa verið í yfirstjórn gjaldþrota banka geta átt yfir sér réttarstöðu grunaðs manns um refsiverð athæfi sem tengjast efnahagsbrotum og refsilögum. Það væri því rétt að fá sem fyrst einhverjar haldbærar upplýsingar frá fyrstu hendi hvar verðmæti eru sem þessir menn gætu hugsanlega dregið sér og þar með grafið undan almanna hagmunum.

Einhvers staðar þarf að byrja og ef það eru ekki bankastjórarnir sem bera einhverja ábyrgð á röngum og umdeildum ákvörðunum sem skaðað hefur okkur öll, hver þá?

Mosi


mbl.is Hreiðar Már yfirgefur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er orðið of seint núna. Þeir eru farnir úr landi.

Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gætu þeir ekki skotið upp kollinum hér aftur? Nauðsynlegt er að yfirvöld fái sem ítarlegastar upplýsingar um eignir sem hefur væntanlega verið skotið undan. Þeir sem grunaðir eru um græsku verða að gera skil á skatti og skuldum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.10.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband