21.10.2008 | 18:03
Bankarnir brenna
Dapurleg endalok
Þær miklu eignir sem bundnar voru í bönkunum brenna fyrir augunum á okkur án þess að nokkuð verði að gert. Við töpuðum sparnaðinum okkar í formi hlutabréfa og peningamarkaðssjóða. Og við munum finna fyrir því þegar lífeyrissjóðirninr telja fram hvað eftir er þegar eignir þeirra hafa skroppið stórlega saman.
Hvað olli þessu öllu saman og hvað gerðist?
Fyrir 5-6 árum hófst mikil bjartsýnisalda í þjóðfélaginu. Íslensku ríkisbankarnir voru einkavæddir án nokkurra skilyrða. Tekin var ákvörðun um allt of stórar virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka af barnslegri einfeldni þeirra sem stjórnuðu landinu. Allt of stór framkvæmd fyrir svo fámennt þjóðfélag. Og athafnamennirnir sem nú skilja þjóðina eftir í mestu niðurlægingu skuldsettu bankana og fyrirtæki langt um fram getu þeirra að geta nokkru sinni staðið í skilum ef erfiðleikar steðjuðu að. Og þessir bankar voru mergsognir af stjórnendum þeirra, sumir virðast hafa horfið með fulla vasa fjár og við sitjum uppi í skuldasúpunni.
Hver skyldi hafa verið höfuðsmiður þessarar útrásar? Öll spjót beinast að einum manni sem aldrei hefði átt að verða stjórnmálamaður: Davíð Oddsson.
Þegar Sigurður Líndal var prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands sagði hann eitt sinn í fyrirlestri að það væri hlutverk sitt að forða þjoðfélaginu frá lélegum lögfræðingum. Sigurður kenndi almenna lögfræði sem voru n.k. inngangsfræði að hinum ýmsu greinum lögspekinnar. Sigurður felldi mjög marga nemendur sem hugðust leggja fyrir sig að verða lögfræðingar og e.t.v. forystumenn í þjóðfélaginu. Bestu lögfræðingarnir stýra stórum fyrirtækjum kvað Líndalurinn sem og fara í praxís sem júristar. Aðrir ráða sig í þjónustu ríkisins sem sýslumenn, dómarar, sendiherrar og kennarar eins og hann. Þeir sem ekki treystu sig í það létu kjósa sig sem þingmenn. Sigurður gerði oft grín að þingstörfum, taldi þinginu oft vera illa stjórnað og oft væri verið að samþykkja lagatexta jafnvel um miðja nótt og eftir ýmsar breytingar þá kæmi út einhver endaleysa sem reyndi á fyrir dómstólum. Svo voru auðvitað þeir sem gerðu ekkert neitt. Þeir væru yfirleitt skaðlausir í samfélaginu og þyrfti vart að hafa áhyggjur af þeim.
Sennilega var það mikil yfirsjón hjá Sigurði að hafa ekki á sínum tíma fellt Davíð á almennu lögfræðinni eins og svo marga sem áhuga höfðu að gerast friðsamir, góðir og virkir júristar í þágu þjóðarinnar.
Þegar einn maður á meginþátt í hvernig komið er fyrir þjóðfélaginu, má því gera því skóna hvernig farið hefði ef þessi maður hefði ekki komist til þeirra miklu mannaforráða eins og raunin er. Þá hefði sennilega aldrei verið farið út í umdeildar framkvæmdir á hálendinu með þeirri gríðarlegu röskun ekki aðeins í náttúru landsins heldur einnig í fjármálum íslensku þjóðarinnar.
En skaðinn er skeður. Við sitjum uppi með einhverja þá skelfilegustu niðurlægingu sem hugsast getur. Aðeins stríð hefði verið verra. En var kannski stríð háð og það gegn okkur sem leyfðum okkur alltaf að hafa önnur sjónarmið en Davíð Oddsson?
Sjálfstæðisflokkurinn er gjörsamlega rúinn trausti. Því miður. Ábyrgð hans er mikil. Það tekur langan tíma að byggja upp en örskotsstund að rífa niður.
Við þurfum að byggja upp nýtt lýðræðislegt og réttlátt samfélag en án Sjálfstæðisflokks og helst Framsóknarflokks líka. Ábyrgð beggja þessara stjórnmálaflokka er mjög mikil.
Mosi
Íslenskar bankaeignir á útsölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kíktu til mín og sjáðu Davíð syngja Útrásarsönginn.
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:32
Vel skrifað og skemmtilega. (þó ekki sé efnið broslegt)
Ég hef sagt að mér finnist núverandi og þáverandi ríkisstjórnir bera mestu ábyrgðina á öllu kaosinu. Þeir gáfu bankana, þeir fylgdust ekki með, þeir brugðust okkur á eins marga vegu og hægt var að bregðast og milljónasparidrengirnir (mis) notuðu sér það, sem og brugðust okkur illilega fjármálaeftirlit og Seðlabanki. ....og hana nú!
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.10.2008 kl. 17:38
Varðandi ábyrgð ríkisins, þá finnst mér það mál allt vera frekar undarlegt. Hafa yfir höfuð einhverjar samþykktir verið gerðar af hendi Alþingis með þessar ábyrgðir, eru þær til skriflegar? Ef ekki, þá get ég ómögulega séð hvernig öl Íslenska þjóðin getur verið gerð ábyrg fyrir hönd einhverra aðila sem dettur í hug að setja upp einhvern banka í útlöndum. Það hlýtur að vera gert á ábyrgð þeirra sjálfra! Eina ríkisábyrgðin sem að ég man eftir var sú sem Ísensk Erfðagreining fékk á sínum tíma og þá varð líka allt vitlaust yfir þeim gjörningi. Þetta þýðir að ég get stofnað banka út um allar jarðir og nánast hagað mér eins og mér sýnist og síðan sett bankann á hausinn og sagt svo ríkinu að hirða uppsafnaðar skuldir og ábyrgðir!
Mér finnst eins og ég hafi lesið það einhverstaðara að Bretar og fleiri þjóðir séu að tapa á hruni Lehmans Brothers bankans í Ameríku. Ekki man ég eftir því að það hefðu verið sett hryðjuverkarlög í Bretlandi vegna þess sem þar tapaðist. Málið er að það á bara að ná í eignir Íslensku bankanna og fyrirtækja með ódýrum hætti þarna út í Bretlandi án þess að Íslensk stjórnvöld hafi nokkuð um málið að segja nema að greiða uppsettan reikning frá breskum yfirvöldum!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.10.2008 kl. 18:09
Mér varð á sínum tíma mjög brugðið þegar sá lögfræðiprófessor sem um er rætt spurði mig hversu margir lögfræðingar væru í ættinni! Skyldi það vera ættin eða einstaklingurinn sem þreytir próf í almennu lögfræði?
Smám saman varð Mosi afhuga lögfræði og lauk síðar námi frá Félagsvísindadeild. Þar var margt athyglisverðara og skemmtilegra. Hins vegar þótti mér refsirétturinn einna athyglisverðastur, hversu lögin nánast læsa sig um þann brotlega.
Spurning er hversu hrammur laganna reynist langur og sterkur að grípa þá þrjóta sem nú brosa blítt eftir að hafa beitt vísvitandi blekkingum í áraraðir og koma ár sinni betur fyrir borð á kostnað okkar sem sitja uppi með skaðann.
Refsiréttur nútímans á rætur í hefndinni og réttinum að hefna fyrir alvarlegar sakir.
Mosi
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.