„Vielleicht sind Sie ein Idiot Herr Prime Minister“

Fyrir nokkrum árum fékk þýski kanslarinn það óþvegið frá Joschka Fischer formanni þýska Græningja flokksins. Hann lét hafa eftir sér í ræðu á Bundestag, þýska þinginu og vakti gríðarlega athygli:  „Herr Kanzler: Sie sind ein Idiot!“.

Nú hefur forsætisráðherra Breta, Gordon Brown látið sig hafa það að fara full langt í yfirlýsingu um efnahagsmál á Íslandi. Mörgum finnst hann hafa tekið óvenjudjúpt í árina með því að stimpla Ísland sem gjaldþrota land eftir að tveir af þrem stærstu bönkum landsins höfðu orðið gjaldþrota. Með þessari óþvegnu yfirlýsingu sinni og að láta bresk lög um hermdarverk ná yfir þessi mál, dró hann stærsta íslenska bankann í gjaldþrot sem þó átti að mati margra að hafa góða möguleika að halda velli.

Nú er spurning hvort ekki mætti taka undir með Fischer hinum þýska og yfirfæra á hinn breska forsætisráðherra Gordon Brown en þó með vissum fyrirvara: „Vielleicht sind Sie ein Idiot Herr Prime Minister“!

Yfirlýsing hins breska forsætisráðherra hefur valdið Íslendingum sennilega meiri vandræðum en efni stóðu til enda hafa fjárhagslegu vandræði okkar fremur aukist en að Gordon Brown hafi dregið úr þeim. Þegar eldfim mál eru á döfinni er sérstök ástæða að gæta fyllstu varkárni og að auka ekki vandræðin meira en þau eru. Sem hluthafi í Glitni og Kaupþingi þá kann eg ekki við að forsætisráðherra þó breskur sé, gjaldfelli heilu bankana af misskilningi sínum hvað þá heila þjóð með varhugaverðum yfirlýsingum sínum. 

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband