Mikil vandræði

Eldri sonur minn fór til Þýskalands í fyrradag í framhaldsnám. Eftir háskólanám hér heima starfaði hann í tvö ár að vinna sér inn tekjur til að kosta námið sitt og dvöl. Hann safnaði fé sínum saman á peningamarkaðssjóð sem ekki var unnt að opna í byrjun vikunnar. Hann fékk evrur á 180 krónur á mánudag og er kannski heppinn eftir allt saman. Fyrir ári kostaði evran 85 krónur! Tveggja ára vinna hefur því verið gjaldfelld um 50% á nokkrum dögum!

Sjálfur er Mosi nýkominn frá Rússlandi þar sem stjórnvöld hafa farið hreint skelfilega með borgara sína á undanförnum áratugum. Vonandi fer hagur Rússa vænkandi. Við Íslendingar höfum oft lent í miklum vandræðum en þessir tímar sem við lifum nú á eru sennilega þeir umdeildustu og erfiðustu fyrir langflesta landsmenn á síðustu áratugum.

Óskandi er að vandræðin sem hófust vegna bankaútrásarinnar megi brátt heyra sögunni til. En til þess þarf mikið hugrekki að taka til og þrífa eftir óhroðann. Skyndigróðamennirnir þurfa að svara og bæta um fyrir þau geigvænlegu mistök sem þeir hafa valdið allri þjóðinni.

Mosi

 


mbl.is Gríðarlegur vandi námsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband