10.10.2008 | 11:54
Rjúkandi rústir - nýjar vonir
Nú súpa Íslendingar seyðið af mestu afglöpum íslenskra stjórnvalda síðustu ára. Fullyrða má, að einkavæðing bankanna fór of geyst af stað, betra hefði verið að selja bankana í fleiri áföngum og ALDREI mátti aflétta bindiskyldu á viðskiptabönkunum að safna sér digran varasjóð í vörslu Seðlabanka til að hlaupa upp á ef vandræði kæmu upp. Þetta gerðist í árslok 2003. Um líkt leyti fór ævintýramennska Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tengdri Kárahnjúkavirkjun af stað með hræðilegum afleiðingum sem sjálfsagt við Íslendingar eigum lengi eftir að súpa seyðið af. Þar var um að ræða rándýr og umdeild framkvæmd sem var og er enn allt of stór fyrir íslenskt efnahagslíf. Falskur hagvöxtur fylgdi í kjölfarið með fölskum of háum kaupmætti. Gríðarleg sóun og eyðsla kom í kjölfarið sem átti engar efnahagslegar forsendur. Nú er íslenskt efnahagslíf rjúkandi rústir, - því miður. Bjartsýni er og verður alltaf slæm leiðsögn inn í framtíðina og þar hefði betur verið litið á stöðu mála með betra raunsæi.
Nú eru það fyrst og fremst gömlu góðu greinarnar fiskveiðar og fiskvinnsla sem er flotholtið okkar og eina von í vandræðum okkar. Einnig má líta á ferðaþjónustuna sem nú hefur loksins tækifæri að blómstra næstu misserin með auknum kaupmætti erlendra ferðamanna á Íslandi. Stóriðjan er hins vegar varasöm og þar ber okkur Íslendingum að gjalda fyllsta varhug enda er þessi starfsemi jafnóstöðug og hvalveiðar Norðmanna hér við land um aldamótin 1900. Við höfum sýnt mjög mikla léttúð gagnvart þeim stórfyrirtækjum sem vilja bræða ál hér á landi. Við seljum rafmagn á lágmarksverði og ekki ein einasta króna er tekin í mengunarskatta þó sjálfsagt þyki að leggja skatt á alla mengandi starfsemi í þjóðfélögum þar sem skynsemi fer. Þess má geta að CO 2 kvóti gengur nú kaupum og sölum í Evrópu á um 25 evrur miðað við hvert tonn CO 2 á ársgrundvelli. Ef hér er framleidd um 1 milljón tonna áls á ári erum við með öðrum orðum bókstaflega að gefa álfyrirtækjunum 50 milljónir evra á ári! Miðað við að evran sé nálægt 200 krónum er því um að ræða 10 milljarða fjárhæð sem myndi sjálfsagt duga langt í að reka menntastofnanir á Íslandi.
En Íslendingum hefur ekki borið sú gæfa að gæta betur að hag sínum en raun ber vitni. Við getum þakkað stjórnmálamönnunum okkar sérstaklega þeim sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum hvernig staðan er í dag. Þeir hafa verið í ríkisstjórn síðastliðin 17 ár og ættu af þeim ástæðum að hafa betri yfirsýn yfir stöðu mála en nokkur annar stjórnmálaflokkur. Spurning hvernig þessi sami stjórnmálaflokkur axlar ábyrgð sína. Þegar hægist ættu forsvarsmenn hans grafalvarlega að huga að efna til nýrra kosninga enda eru margvísleg mistök þeirra vægast sagt geigvænleg. Við þurfum á nýjum stjórnarherrum að halda sem betur eru vandanum vaxnior en þeir sem nú eru við völd.
Varðandi þessa væntanlegu lánsaðstoð frá Rússum þá hefur hún komið gjörsamlega á óvart á Vesturlöndum. Þar hefðu bandarísk og bresk yfirvöld betur átt að gæta að sameiginlegum hagsmunum kapítalskst hagkerfis. Þess má geta að Rússar hafa áður staðið með okkur á örlagastundu. Þegar við áttum í mjög erfiðum deilum við Breta á 8. áratugnum út af fiskveiðilögsögunni og fiskveiðum þeirra hér við land, þá stóðu Rússar með okkur eins og kletturinn í hafinu. Þess má geta að um þær mundir veiddu Bretar jafnvel meira af þorski en allur íslenski fiskveiðiflotinn nú á dögum og er þá nokkuð mikið sagt.
Mætti óska þess að efnahagsvandræði þessi sem nú tröllríður öllum hæstu húsum á Íslandi megi enda farsællega sem fyrst en það verður fyrst og fremst að Íslendingar sjálfir sýni meira og betra raunsæi í efnahagsmálum sínum og varpi fyrir róða þeirri gegndarlausu rómantík sem þeir hafa því miður verið lostnir undanfarinn áratug.
Mosi
Mestu mistökin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.