9.10.2008 | 14:30
Einu sinni var...
Einu sinni voru bjartsýnir stjórnmálamenn. Þeir töldu þjóðina á að einkavæðing bankanna væri það sem mikilvægast væri og koma skyldi. Allt yrði að grænum og gullnum skógum. Bindiskylda var takmörkuð nánast afnumin og með sömu bjartsýni var rokið upp milli handa og fóta og farið út í umdeildustu og stærstu verklegu framkvæmd á Íslandi: Kárahnjúkavirkjun. Bjartsýnin var gríðarmikil og stjórnarherrunum yfirsást varnaðarorð annarra sem ekki voru sammála þeim. Skattamál gagnvart erlendum verkamönnum og starfsmannaleigum varð að hneyksli.
Svo hófst ísenska krónan upp í hæstu hæðir. Seðlabankinn reyndi að verjast og beitti sér fyrir gamaldags hagstjórnartækjum og hækkaði stýrivexti. Braskarar um allan heim með ýmsa banka fóru út í að kaupa þessar íslensku gervikrónur sem voru á gervigengi um nokkra hríð. Stjórnendur Sjálfstæðisflokksins litu á sig sem guði jafnvel þeim æðri og settu sér óvenjuleg góð lífeyrirkjör.
Fleira var einkennilegt á þessum árum: þar sem nánast engin bindiskylda banka var fyrir hendi og þar með þeir skyldugir að mynda varasjóði, þá fór sem fór. Svo skirrðist Seðlabankinn að lækka okurvextina með skelfilegum afleiðingum fyrir einstaklinga sem fyrirtæki landsins.
Einu sinni átti Mosi sparifé sem nam rúmlega einum slyddujeppa. Nú er allt hrunið sem hrunið getur. Hlutabréf og önnur veðbréf ásamt innistæðum nánast verðlaus. Og við megum auk þess áætla að væntanlegar lífeyrirsgreiðslur okkar í framtíðinni verði stífðar við trog vegna þessara sömu afdrifaríku afglapa. Nú er allt farið fjandans til, aðallega vegna léttúðar Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár í fjármálum íslensku þjóðarinnar. Ekkert mátti aðhafast, markaðurinn skyldi ráða hversu vitlausar þær ákvarðanir byggðust á.
Oft hafa ráðherrar og aðrir ráðamenn víð'ast hvar í heiminum sagt af sér vegna afglapa í starfi. Það virðist ekki vera til í huga ráðamanna Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa ákveðið að sitja sem fastast og er það miður til þess að vita enda þarfnast þjóðin umfram allt nú á þessari stundu skynsamari og ráðabetri stjórnendur landsins en ekki þessa rómantískra sjálfsþóttafullu ofurhuga sem telja að markaðurinn sé svo fullkominn að ekkert sé honum betra.
Mosi
Samtal við Árna réð úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.