6.10.2008 | 16:00
Tilkynning um úræðaleysi Sjálfstæðisflokksins?
Síðastliðið ár hefur verið sannkallað martraðarár fyrir þá sem sýnt hafa af sér ráðdeildarsemi og sparsemi á Íslandi. Við höfum horft upp á að sparifé okkar hefur rýrnað um nálægt 50% hvort sem það er sparnaður sem viðhöfum náðaðöngla saman til efri áranna gegnum hlutabréf eða á innistæðureikningum íslenskra lánastofnana. Við sitjum uppi með meira en 50% rýrnun á hlutabréfum, jafnvel meir og íslenska krónan er sáralítils virði.
Fyrir nokkrum misserum afnam eða lækkaði stórlega Seðlabankinn svonefnda bindiskyldu íslenskra viðskiptabanka með skelfilegum áhrifum. Fyrir 5 árum var ákveðið að fara í framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun sem á engan veginn samsvarar hvað smáþjóð eins og Íslendingar geta leyft sér. Við bíðum eftir lokareikningnum frá Impregíló sem ábyggilega á eftir að koma sér ill á ögurstund en kemur þeim sem sýnt hefur raunsæi á þetta mál ekki á óvart. Við þessu öllu var varað sterklega í ræðu og riti á sínum tíma.
Við höfum á undanförnum árum horft upp á sannkallaða gerviveröld á sviði hágengi íslensku krónunnar sem vissulega átti þátt í að draga úr þróttinum úr útflutningsgreinum og ferðaþjónustu á Íslandi. Við tók gegndarlaus og stjórnlaus innflutningur, spákaupmennska og það sem verra er gegndarlaust brask á fjármunum og ótrúlegasta kaupæði sem gengið hefur yfir þjóðina frá upphafi vega.
Nú er greinilega komið að vatnaskilum. Krónan hefur fallið niður úr öllu valdi gagnvart erlendu gjaldmiðlum á nokkrum mánuðum. Hlutabréf hafa fallið mjög mikið, jafnvel í þeim fyrirtækum sem búast mátti við að myndu spjara sig vel á umbrotatímum. Og íslenskur viðskiptabanki sem annars er talinn vera sæmilega vel staddur er jafnvel þjóðnýttur.
Hvað Geir Haarde forsætisráðherra sem lítið hefur aðhafst að undanförnu hefur að boða þjóðinni er kannski í augnablikinu spennandi. En hann hefur fram að þessu tekið þá ákvörðun að gera nánast ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut annað en að lýsa yfir þjóðnýtingu Glitnis og einnig að heimurinn standi frammi fyrir mestu efnahagsþrengingum síðan 1914 eða í 94 ár, hvernig sem beri að skilja það..
Það kæmi því ekki Mosa á óvart að Geir Haarde segi af sér kl. 16.00 fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hann og flokkur hans er gjörsamlega að missa tiltrú þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn sem þó hefur stýrt landinu í 17 ár, getur hins vegar ekki stýrt landina á tímum þegar miklir erfiðleikar steðja að þjóðinni.
Við skulum hafa í huga gamalt orðtæki: Allt er betra en íhaldið!
Mosi
Forsætisráðherra flytur ávarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.