2.10.2008 | 08:53
Þjóðstjórn og „þjóðarsátt“ hverra?
Þegar forystusauðir Sjálfstæðisflokksins tala um þjóðstjórn og þjóðarsátt þá er eins og renni kalt vatn milli skinns og hörunds á venjulegum Íslendingum. Launþegar, eldri borgarar og barnafjölskyldur gengu undir það ok á sínum tíma fyrir um aldarfjórðungi, að vísitalan var tekin úr sambandi hvað laun og greiðslur úr opinberum sjóðum varðar. Hins vegar voru vísitölur að fullu reiknaðar á öll lán fjölskyldunnar og varð þetta til að úr varð umtalsverð skerðing á ráðstöfunartekjum venjulegs fólks. En óvenjulegir Íslendingar sem hrósað hafa happi yfir himinháum tekjum sínum og að hafa notið sérstakra skattfríðinda á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt Íslandi, hrópa nú hver um annan þveran um að koma á einhverri þjóðarsátt án þess að það sé útskýrt nánar í hverju hún eigi að vera fólgin.
Þegar ASÍ, BSRB og BHM gerðu samning við atvinnurekendur og ríkið ásamt samtök bænda fyrir nær 20 árum síðan, var sú þjóðarsátt fyrst og fremst á kostnað launþeganna í landinu. Atvinnurekendur og ríkið lögðu sáralítið til lausnar þess mikilvæga máls. Þessi þjóðarsátt átti verulegan þátt í að styrkja hag Íslendinga þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn teldi sig alltaf hafa komið stöðugleikanum á og skreytt sig í ræðu og riti á þann hátt með þessum stolnu fjöðrum. Oft hefur verið vitnað til þessarar þjóðarsáttar og nú vill Sjálfstæðisflokkurinn fá endurnýjaða þjóðarsátt til að koma sér út úr því klúðri efnahagsstjórnunar landsins sem hann ber fyrst og fremst einn ábyrgð á. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru fyrst og fremst rómantískir draumahyggjumenn sem sjá vilja allt blómstra undir glórulausri braskhyggju grundvallaðri á álbræðslum og áframhaldandi hernaðarhyggju án nokkurrar aðgæslu við náttúru landsins.
Því er eðlilegt að við launafólk höfum fyllstu ástæðu til gagnrýninnar tortryggni gagnvart forystusauðum Sjálfstæðisflokksins þegar nú á að koma klúðri þessa sama flokks á efnahagsmálum þjóðarinnar yfir á vinnandi fólk í landinu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að komast í frí úr landsstjórninni í Stjórnarráðinu enda hefur reynsla síðustu missera verið sú, að mikilsverð mál hafa verið látin liggja í láginni, nánast ekkert hefur verið aðhafst við að forða þjóðinni frá þeim holskeflum fjármálavandræða sem vaðið hafa upp á Vesturlöndum. Vandinn hefur fyrst og fremst magnast og þar er aðgerðaleysið og nú síðast vægast sagt mjög umdeildar aðgerðir Sjálfstæðisflokksins ekki eflt traust Mosa á honum.
Hins vegar eiga allir sem aðhyllast félagshyggju í landinu að snúa bökum saman og mynda sem fyrst sína eigin þjóðstjórn þar sem græðgi gróðahyggju og hernaðarhyggju kapítalismans verði ýtt til hliðar enda til lítils framdráttar smárri þjóð.
Mosi
Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.