1.10.2008 | 18:45
Leikur Davíðs Oddsonar að eldinum
Ef brotist er inn í húsið okkar er sjálfsagt að hringja í lögregluna og kæra innbrotið og vænta þess að lögreglan hafi uppi á innbrotsþjófnum og skili þýfinu til eiganda. Nú hefur einn fyrrum stjórnmálamaður átt meginþátt í að gera einkabanka upptækan í skjóli nætur, nefnt hefur verið bankarán í því sambandi. Hátt í 12 þúsund borgarar sitja uppi með skarðan hlut sem hluthafar. Nú gengur það fjöllunum hærra að fyrrum forsætisráðherra beri sérstakan kala til eins af stærstu hluthöfum Glitnis banka og þessi sérstaka aðferð sé til þess fallin að grafa fjárhagslega undan þessum einstakling. Á sama tíma hefur ríkissjóður að því er virðist hafa auðgast um meira en 100 milljarða íslenskra króna.
Nú kemur sjálfsagt engum til hugar að hringja í lögregluna og kæra þessa tegund innbrots. Vitað er hver höfuðpaurinn er en enginn þorir enda hefur þessi kumpáni ótrúlega mikil völd í samfélaginu. Aðferðir hans minna stundum á brúnstakka Mússólínis þar sem ekki var spurt um löglegar heimildir ef þrífa þurfti í samfélaginu í þágu einræðiherrans. Því miður er klappliðið enn allfjölmennt og hrósa Davíð fyrir hversu þorinn og klár hann sé að berja á andstæðingum sínum.
Aðferð Davíðs Oddssonar að koma höggi á Jón Ásgeir og Jóhannes föður hans verður að teljast eins og hvert annað klámhögg sem minnir á aðferðir afdankaðra kommúnistaleiðtoga fyrr á tímum að kúga lýðinn áður fyrr. Það fer þvert á eðlileg viðbrögð opinbers aðila í kapítalísku samfélagi þar sem réttur frjálsra viðskipta á að vera virtur í hvívetna. Hlutverk opinberra sjóða er ekki að þjóðnýta. Hlutverkið á að vera fyrst og fremst að halda uppi að sanngjörnum leikreglum sé fylgt og þær eiga að vera skýrar og öllum ljósar: Ef banki sem er annars mjög vel rekinn, kemst í tímabundna erfiðleika, þarf það opinbera að hlaupa eðlilega undir bagga meðan vandræðaástandið stendur yfir. Tímabundnar lánveitingar hefðu verið mun eðlilegri og þeim hefði auðvitað verið unnt að binda sanngjörnum skilyrðum. Það hefði haft þau áhrif að kæla og róa markaðinn niður sem ekki hefði verið vanþörf á. Aðferð Davíðs Oddssonar er eins arfavitlaus og verður honum tæplega talið til mikils framdráttar þegar fram líða stundir. Í stað þess að slökkva eldinn eys hann olíu miskunnarlaust á bálið og skilur allt þjóðfélagið eftir í fullkominni örvæntingu. Markaðurinn er í algjöru uppnámi, jafnvel upplausnarástandi enda hefur gengi krónuræksninsins okkar aldrei verið lægra og hrapið aldrei veriið meira en undanfarna daga. Íslensk fyrirtæki standa undir enn meiri erfiðleikum en verið hefur fram að þessu, sum fyrirtæki ramba jafnvel á barmi fjárþrots m.a vegna okurlánastefnu Seðlabankans sem Davíð rekur eins og rússneskt hænsnabú. Íslensk alþýða kiknar undan álaginu af þverrandi kaupmætti með vaxandi dýrtíð og óvissu um framtíðina. Sjálfstæðisflokkurinn er í þann veg að skilja þjóðina í algjörri óvissu og hefur með þessu síðasta axarskafti Davíðs Oddssonar gengið lengra en nokkurn stjórnmálamann hefur látið sér nokkru sinni dottið í hug. Kannski hann sé eins og hver annar gamaldags stjórnmálamaður sem lítur yfir leiksvið sögunnar eins og hann ráði öllu bak við luktu múrana í Kreml.
Góður stjórnmálamaður hugar að hag allrar þjóðarinnar hvort sem það eru athafnarmenn af öllu tagi eða ósköp venjulegt fólk eins og Mosi telur sig teljast með.
Mosi
Jón Ásgeir: Sagði að þetta yrði feigðarför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Mosi minn....(skrítið að kalla einhvern Mosa annan en Mosa minn...) þetta eru ótrúleg völd sem einn maður hefur haft í svo allt allt of langan tíma og allir bugta sig og beygja fyrir honum.Hreint ótrúlegt. Maður kann ekki alveg á svona krepputíma, ég vona að þetta endi þó vel fyrir alla.
Kveðjur og heilsanir!
Rúna Guðfinnsdóttir, 1.10.2008 kl. 19:10
Ég myndi ekki kokgleypa svona massívan áróður frá FL-"ENRON" nú Stoðir genginu sem beita öllum brögðum til að losna úr þessari klemmu.
Tel að efnahagsástandið væri mun verra ef Glitnir færi í þrot. Í raun tel ég að fall krónunnar á rætur að rekja til gríðarlegs fjárlagahalla á Fjárlögum sem ennþá rýrir trú aðila á krónunni. Illt að hafa ekki þrek til að hafa hallalaus fjárlög.
Vandamál Íslendinga er gríðarleg skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja og ríkisstjórnir sem hefur verið of ragar að slá niður þessi þennsluáhrif.
Glitnir banki hafði ekki rekstrarfé og getur ekki fjármagnað sig. Eigendur eru kolskuldsettir og eru að komast í þrot. Að lána þessu liði gjaldeyrisforða Íslands á þessum tíma er óráðlegt. Þú ert væntanlega búinn að sjá FL-group myndböndin á YouTube sem sýnir aðferðir þessara "fjármálasnillinga" http://www.youtube.com/watch?v=nQygPZZqg_M
http://www.youtube.com/watch?v=ryzSRYK4Pec
Ég held í raun að Davíð kemur þarna fram sem sá eini sem þorir að standa á bak við nauðsynlegar aðgerðir en ríkisstjórnin skýli sér á bak við hann og Samfylkingin hún þorir ekki að opna munninn, ...svei attan. Þessa ímynd kokgleypir síðan þjóðin.Gunn (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:47
Góð grein Mosi!!!, og maður er alveg sammála þessu/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 1.10.2008 kl. 22:18
Það að þora að vera óvinsæll og blórabögull er kanski ekki hugrekki en ég tel að þessar aðgerðir eru nauðsynlegar. Það að þora ekki að standa á bak við aðgerðir er heigulsháttur og þar tel ég hlut Samfylkingunnar stóran, þeir eru búin að fela sig.
Hverjir eru að berja sér? Þar fara fyrir Stoðir (FL-"ENRON") sem er með yfir 260 miljarða skuld og er að flestra mati dauðadæmt. Þar eru líkindin við ENRON sláandi. Notar þar fjölmiðla sína (365, Fréttablaðið, Stöð 2). Þeir eiga yfir 30% í Glitni og er kjölfestufjárfestirinn og stjórnarformaðurinn er þeirra. Hvað er þetta auðvitað er þetta á borðinu. Það á að halda lífinu í þessu meðan Baugsliðið er að koma sínum eignum í skjól og nota gömlu brögðin. Hvers vegna er Jón Ásgeir þarna, hann á Baug, Baugur á Stoðir (FL-"ENRON") sem á Glitni.
Nei hagsmunir íslensku þjóðarinnar fyrst og viðskiftamanna bankans. Skuldugir hluthafar blæða þetta er svipa réttlætisins og henni er beitt miskunnarlaust í öðrum löndum bæði austan hafs og vestan. Hér eru hluthafar algjörlega fjárvana og þeir eru með banka sem er að deyja úr "súrefnisskorti" björgunarlaunin við að bjarga slíku eru gríðarleg það sýna aðgerðir í öðrum löndum.
Fyrst eigendur láta svona væri mátulegt að láta þá fara í þrot og fá þá fyrir ekki neitt að þeir tapa öllu. Það væru skilaboðin sem ættu að koma á þeirra hluthafafund.
Aðferðir Glitnis við gjaldþrot MEST þar sem þeir bjuggu til tvo félög MEST og næst MEST og hirtu verðmætustu bitana, ekki falleg saga og á dökkgráa svæðinu lagalega séð.
Nú bíða allir efitr stóru brunaútsölunni og fólk er ennþá að bulla um krónunna og Davíð. ....
Það flæða út úr íslenska hagkerfinu fjármagn yfir 400 miljarðar núna og á næstu mánuðum. Það er komin sjálfstyrking sem er erfitt að brjóta. Gengislækkun veldur verðbólgu sem gefur aukinn neikvæðan vaxtamun sem veldur "krónuflótta" sem veldur gengislækkun etc. etc. Veit ekki hvort þeim tekst að rjúfa þetta. Núna þyrftu þeir að hafa gríðarlegan gjaldeyrisvarasjóð, eina leiðin er gríðarleg raunvaxtahækkun eða gjaldeyrishöft sem er að færa okkur tilbaka fleirri áratugi og vart hægt í nútíma hagkerfi. Hinn möguleikinn er að bíða og sjá hvar þetta stoppar er það við GVT 220 eða 230 ???? enginn veit ..
Gunn (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:45
Þessi grein frá Financial Times segir allt sem segja þarf um íslenskt viðskiptatavit og viðskiptatraust í dag þar erum liggjum við á algjörum botni.
http://www.ft.com/cms/s/72f3ed64-8f92-11dd-9890-0000779fd18c,Authorised=false.html?_i_location=http%3A%2F%2Fwww.ft.com%2Fcms%2Fs%2F1%2F72f3ed64-8f92-11dd-9890-0000779fd18c.html&_i_referer=http%3A%2F%2Fwww.ft.com%2Fhome%2Feurope
Segir allt sem segja þarf. Sjáum hvernig Glitnis mönnum reiðir af á eigin spýtur. Viðskiptaheimurinn er ekki náðugur skuldugum fjáfestum í fjárvana banka í dag. Það er enginn sjálftökuréttur í sameiginlegan gjaldeyrisvarasjóð landsins. Þeir hafa hérna nokkra daga til að redda sér. Ég myndi hlaupa og taka út mínar innistæður ef ég ætti straks í fyrramálið. .....
Gunn (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.