5.9.2008 | 00:00
Kárahnjúkaskatturinn?
Áður en hafnar voru framkvæmdir við Kárahnjúka, voru öll skilyrði til að lækka verulega rafmagnsverð til almenningsveitna og þar með lækka útgjöld heimilanna í landinu. Skuldir Landsvirkjunar voru óverulegar og allt stenfi í mjög farsælan og öruggan rekstur. En stjórnvöld völdu þann kost sem verri var: fara út í þvílíkt fjármálaævintýri sem ekki verður séð fyrir endann á. Nú er Landsvirkjun eitt skuldugusta fyrirtæki landsins og eftir er að gera upp við ítalska verktakafyrirtækið. Sennilega verða töluvert háir bakreikningar sem valda þeim ráðamönnum sem ábyrgð bera á þessu miklu hugarangri þessa dagana.
Við skulum minnast þess, að hægri stjórnir hafa þá tilhneigingu að reyna að komast hjá allri ábyrgð og velta henni yfir á aðra. Fjármálaóreiðan í landinu er núna þvílík að fáa grunaði að svona gæti mögulega farið. Þó voru ýmsir virtir fjármálamenn og stjórnmálaleiðtogar á borð við Steingrím J. Sigfússon sem vöruðu mjög alvarlega við þeirri kollsteypu sem fylgt gæti þessari léttúð hægrimanna. Í síðustu kosningum var miklu púðri eytt af hægrimönnum í að gylla fyrir kjósendum þá kosti sem voru fyrir hendi en ekki minnst aukateknu orði á þá annmarka sem fylgdu þessari umdeildu framkvæmd.
Því miður sýpur öll þjóðin af þessari vondu forræðissúpu sem betur hefði verið aldrei framreidd.
Við sitjum uppi með handónýt stjórnvöld sem vilja enn kaffæra okkur í erlendum skuldum og frekari virkjanaáformum í þágu umdeildrar stóriðjustefnu.
Þeim verður ekki fyrirgefið - því þeir mega gjörla vita hvaða vitleysu þeir eru að gera þjóðinni!
Mosi
Raforkuverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Þó voru ýmsir virtir fjármálamenn og stjórnmálaleiðtogar á borð við Steingrím J. Sigfússon"
Já, það er augljóst hvaðan þú hefur visku þína. Kárahnjúkavirkjun var reist til þess að treysta undirstöður LV og það virðist ætla að takst bærilega. Þú talar um fjármálaóreiðu í landinu. Hvaða land ertu að tala um? Ekki getur það verið Ísland, því hér hefur ríkissjóður verið rekinn með afgangi svo eftir er tekið víða um heim.
Farðu nú að hlusta á einhvern annan speking en S.J.S
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 00:13
Mæli eindregið með að þú kynnir þér ársreikninga Landsvirkjunar undanfarin ár. Þar er sitthvað atyglisvert sem ekki er skoðað með gleraugum SJS né annarra gagnrýnenda stóriðjustefnunnar. Steingrím met eg margfalt meira en hvern annan meðalpólitíkus þó eg sé ekki honum alltaf sammála. Hann setur mál sitt fram með sanngirni sem og traustum og góðum rökum hvað allir skulu athuga.
Í reikningum Landsvirkjunar má lesa sitthvað sem athugunarvert er og þarfnast nánari skoðunar. Þannig er t.d. sundurliðun uppruna tekna LV ekki nógu vel fram sett og er til vansa. Um þessi mál þyrfti að ræða betur og opinskátt enda er hér um að ræða fyrirtæki í opinberri eigu og sem ekki hefur verið einkavætt, sem betur fer má kannski segja!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.9.2008 kl. 00:25
"Fjármálaóreiðan í landinu er núna þvílík að fáa grunaði að svona gæti mögulega farið. Þó voru ýmsir virtir fjármálamenn og stjórnmálaleiðtogar á borð við Steingrím J. Sigfússon sem vöruðu mjög alvarlega við þeirri kollsteypu sem fylgt gæti þessari léttúð hægrimanna."
Sæll.
Undanfarin ár hefur hátt framkvæmdastig og mikið gjaldeyrisinnstreymi skapað gríðarlegt góðæri. Kaupmáttur hefur verið hinn besti í sögunni og verðlag á innfluttum vörum verið okkur mjög hagkvæmt. Útflutningsgreinarnar voru búnar að eiga erfiða daga og vegna góðs verða á bílum og öðrum innflutningi var mikill viðskipthalli. Ríkis hafði miklar tekjur af virðisaukaskatti og tekjuskatti í góðærinu, þannig að í heildina var þetta góður tími.
Einn möguleikinn til að þessu ástandi linnti ekki var "áfram framsókn, ekkert stopp stefnan", en ég tel að hún sé ekki raunhæf, því að einhvern tímann kemur jú að skuldadögunum.
"Fjármálaóreiðan" sem er í landinu núna stafar fyrst og fremst af því að þegar þenslan sem við hlæjótum að vera sammála um að er slæm hnjaðnar veikist íslenska krónan hratt og þetta kemur á sama tíma og alþjóðleg lausafjárkreppa ríður yfir.
"Fjármálaóreiðan" stafar því af því af veikum gjaldmiðli og utan aðkomandi aðstæðum.
"Stóriðjustefnan" er hins vegar meingölluð og hættuleg og þar ér ég sammála þér að nokkru leyti.
Það er gömul og góð speki að bera ekki öll eggin í sömu körfu.
En sú karfa sem mestu skiptir er myntkarfan og þess vegna verðum við að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.
Það er ekki mikil vinstrimennska að vilja halda uppi okurvöxtum á almenning og ég sé ekki aðra leið til að bæta hag almennings en að ganga í Evrópusambandið.
Stóriðjufylleríið er bara skammtímalausn, eins og þú hlýtur að samþykkja.
Jón Halldór Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 10:47
Stóriðjustefnan er einmitt EKKI skammtímalausn. Örugg störf og gjaldeyristekjur í ríkissjóð. Þenslan er slæm en það eru tímabundnir vaxtaverkir. Almenningur hagar sér hins vegar heimskulega í góðærinu, m.a. með kæruleysislegum lántökum
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 11:52
Hvað segir þú Gunnar ef álrekendur krefist þess að laun verði lækkuð en að öðrum kosti verði íslenskum starfsmönnum sagt upp og erlendir verkamenn ráðnir á láglaunatöxtum? Slík „hagræðing“ hefur því miður vaðið uppi í íslensku atvinnulífi og vart hefur verið unnt að sjá endann fyrir á þessu ástandi.
Spurning er fremur um hvenær en ekki hvort.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 7.9.2008 kl. 20:48
Það er engin hætta á þessu Guðjón, af ýmsum ástæðum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 21:50
Eðlilegt er að við reksturs fyrirtækis séu öll meðul höfð úti til að hagræða sem mest í rekstri. Þegar kreppir að, þá reynir á rétt þeirra sem minna mega sín.
Við þekkjum það í sögunni að fyrirtæki hafi áður pakkað öllu saman af ýmsum ástæðum. Aðgangur nútímarekstrar að ódýru hráefni, orkuforða, fjármagni og starfsfólki er meginforsenda gróðafyrirtækis.
Hvernig var t.d. með hvalveiðarnar á sínum tíma um aldamótin 1900? Gríðarleg veiði var á áratugunum kringum þessi aldamót og olli því að sumar hvalategundum var nánast útrýmt.Þá var það að undirstaða rekstursins brast þar sem of langt var seilst í náttúruauðlindina.
Norður á Ströndum er verið að rannsaka merkar leifar sem benda til að hvalveiðar Baska kringum 1600 hafi verið mun umfangsmeiri en vitað hefur verið um fram að þessu. Vitað var um hvalveiðar þeirra en talið að hún hefði að öllu leyti farið fram frá skipunum en ekki verið með aðstöðu í landi. Þegar þeir lentu í vandræðunum 1615 að skip þeirra urðu innlyksa vegna hafíss, þá tók helsti valdsmaður á Vestfjörðum, Ari í Ögri, þá umdeildu ákvörðun að því er virtist vera, að fara með ófriði gegn þessum mönnum og linnti ekki látum en Baskarnir höfðu allir með tölu verið stráfelldir. Ætli hann hafi haft e-a aðra hagsmuni í huga til að greiða fyrir? Höfðu Baskar kannski ekki greitt honum fyrir þá aðstöðu sem þeir höfðu í landi?
Þekkt er í sögunni að Skúli Magnússon sem þekktastur er fyrir að vera landfógeti á síðari hluta 18. aldar, að hann leysti upp launsölu duggara í Skagafirði meðan hann gegndi sýslumannsstörfum þar nyrðra. Hann greiddi fyrir einokuninni sem varð allsráðandi en áður haðfi með þessari launverslun við hollenska duggara verið vísir að frjálsri verslun. Skúli taldi sig hafa valdið landsmönnum stórtjóni með þessu þó svo að þetta hafi verið eitt af skyldustörfum hans.
Heimildir eru oft af mjög skornum skammti, því miður. Og sagan á það til að endurtaka sig.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.9.2008 kl. 13:35
Störf í álveri eru sérhæfð störf og útilokað að manna þau með "ódýru" vinnuafli. Fyrirtækin tækju auk þess aldrei þá áhættu að fá "álverssinna og virkjanafíkla" upp á móti sér. Verkalýðsfélögin myndu mótmæla og bara allir held ég. Þannig að þessar bollaleggingar eru óraunhæfar að mínu mati.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2008 kl. 16:55
Ætli þessar bollalegginga séu ekki mun raunhæfari en ýmsir telja. Mörg störf í álverum geta verið unnin án teljandi mikillar sérfræðimenntunar fremur en að aka bíl eða öðru áþekku. Hins vegar eru góðir iðnaðarmenn gulli betri og þurfa álbræðslurnar ekki að koma til.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.9.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.