Loksins, loksins...

Loksins hafa Þyrnirósirnar í Viðskiptaráðuneytinu vaknað af löngum dvala. Oft er þörf en nú nauðsyn. Þegar fram fór opinber rannsókn á samráði olíufélaganna hérna um árið, þá var eins og tilgangurinn hafi einkum verið sá að klína sök á Þórólf Árnason af því að þá gegndi hann störfum borgarstjóra í Reykjavík. Allir sem þekkja Þórólf vissu, að hann kom aðeins að þessum samráðsmálum sem miðlari upplýsinga og koma á fundum þar sem forstjórarnir tóku ákvarðanir. Svona er unnt að blekkja þjóðina með áróðurskenndum ofsóknum.

Nú er enginn „blóraböggull“ sem vissir pólitíkusar þurfa að ráðast á. Hins vegar er samráð olíufélaganna augljóst. Borðleggjandi er að forstjórarnir hafa heldur en ekki fært sig upp á skaftið með sín samráðsmál.

Óskandi er að fram fari opinber rannsókn á meintu samráði þeirra að halda uppi verði á eldsneyti.

Mosi

 


mbl.is Skoðar verðlag á eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er Mosi minn:

Kveðjur og heilsanir.

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.8.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Einar Ólafsson

Það verður alltaf samráð milli olíufélaganna, það liggur í augum uppi. Samráð þarf ekki að vera mjög formlegt, það þarf ekki að gerast á skjalfestan hátt, það verður bara meira og minna sjálfkrafa. Fyrir fjórum árum lagði ég til að almenningur, eða ríkið fyrir hans hönd, tæki olíufélögin upp í skuld og þjóðnýtti þau. Það hefði betur verið gert.

http://notendur.centrum.is/~einarol/oliu.htm

Einar Ólafsson, 4.9.2008 kl. 12:14

3 Smámynd: Einar Ólafsson

Og vel að merkja, ég er ekki einn um þá hugmynd - prófaðu að gúgla orðin: þjóðnýta olíufélögin

Einar Ólafsson, 4.9.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband