Allt venjulegt fólk tapar á dýrtíðinni

Ógnvænlegt er að sjá hve dýrtíðardraugurinn er kominn hratt af stað. Sporna verður við þessari ógnvænlegu þróun enda tapar allt venjulegt fólk á dýrtíðinni. Braskarar græða auðvitað að sama skapi og vænta þess að hala inn háar fúlgur.

Vonandi er að krónugarmurinn okkar lækki ekki flugið meira en orðið er og því ekki ástæða til að óttast meiri dýrtíðar sökum hækkandi verðs á erlendum vörum.

Dýrtíð á að vera okkur tilefni að hagræða í rekstri heimilisins. Við verðum að forgangsraða útgjöldum okkar, setja afborganir í forgang en láta ýmsan lúxussitja á hakanum. Eitt er það sem við getum strax hagrætt og það er að spara notkun á einkabílnum. Rekstur bíla er skelfilega hár og er mörgum mjög þung byrði. Göngum meira og hjólum, tökum strætó en hvílum bílinn eftir því sem tök eru á!

Það opinbera verður einnig að sýna lit með því að gera okkur léttara að hjóla og hagkvæmara með því að taka okkur far með strætisvögnum. Leggja þarf fleiri forgangsreinar fyrir strætisvagna á aðalvegum og útbúa betri og beinari hjólreiðastíga fyrir þá sem gjarnan vilja hafa þann háttinn á.

Mosi


mbl.is Verðbólgan 14,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband