Mikilvægt tækifæri

Nú er mjög gott og mikilvægt tækifæri að auka og efla birkiskógana á Íslandi. Fræmyndun hefur verið mjög góð undanfarin ár og í sumar hafa aðstæður verið mjög góðar.

Á haustin hefi eg safnað töluvert af birkifræi. Verst þykir mér hversu seinlegt er að safna því, kannski unnt sé að ná kannski í einn innkaupapoka á 3-5 tímum. Því er spurning hvort unnt sé að taka hentug tæki í sína þjónustu.

Nú eru komnar á markað sérstakar laufsugur. Hugsunin er að safna fallandi laufi af trjám. Þetta tæki mætti gjarnan nota til að safna birkifræi.

Nú þarf að hreinsa og þurrka fræið ef ætlunin er að geyma það eða senda. Fræið er viðkvæmt og ef því er pakkað inn í loftþéttar umbúðir er töluverð hætta á að myglan verði fræjunum að aldurtila. Sjálfur ligg eg yfirleitt ekki lengi með birkifræið heldur dreifi því þar sem það hefur möguleika á að spíra að vori og dafna.

Gaman væri ef unnt væri að endurheimta birkiskógana sem þöktu Mosfellsheiði langt fram á 17. öld. Í byrjun 18. aldar voru þessir skógar nánast gjörsamlega eyðilagðir. Þá er vænlegt að dreifa birkifræi í Svínahraun enda er það hraun klætt þykkum gamburmosa sem getur verið mjög góður grundvöllur fyrir birkiskóga.

Ástæða er til að hvetja rjúpnaveiðimenn að safna birkifræi og dreifa úti í víðáttunni. Með því væru þeir að skila einhverju til náttúrunnar sem rjúpurnar hafa einnig töluvert gagn af. Rjúpurnar kunna að njót skjólsins af birkiskóginum, etur gjarna fræ og dreifir enn meira. Ætli rjúpnaveiðimenn myndu ekki njóta meiri skilnings og betri velvildar ef þeir hugsuðu ekki aðeins um það að sækja í náttúru landsins en skila einnig til baka einhverju sem kemur gróðri og dýralífi að gagni.

Einhver kann að finna að því að hvetja til að dreifa birkifræi á heiðar og um hraun. Til þess er að svara að þar sem birki getur vaxið á Íslandi á það heima. En aðstæður eru oft þannig að náttúran á sjálf erfitt með að koma fræi þangað annað hvort með vindum eða fuglum himinsins.

Mosi


mbl.is Hekluskógar biðja almenning um birkifræ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242946

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband