24.8.2008 | 15:50
Mikilvægt tækifæri
Nú er mjög gott og mikilvægt tækifæri að auka og efla birkiskógana á Íslandi. Fræmyndun hefur verið mjög góð undanfarin ár og í sumar hafa aðstæður verið mjög góðar.
Á haustin hefi eg safnað töluvert af birkifræi. Verst þykir mér hversu seinlegt er að safna því, kannski unnt sé að ná kannski í einn innkaupapoka á 3-5 tímum. Því er spurning hvort unnt sé að taka hentug tæki í sína þjónustu.
Nú eru komnar á markað sérstakar laufsugur. Hugsunin er að safna fallandi laufi af trjám. Þetta tæki mætti gjarnan nota til að safna birkifræi.
Nú þarf að hreinsa og þurrka fræið ef ætlunin er að geyma það eða senda. Fræið er viðkvæmt og ef því er pakkað inn í loftþéttar umbúðir er töluverð hætta á að myglan verði fræjunum að aldurtila. Sjálfur ligg eg yfirleitt ekki lengi með birkifræið heldur dreifi því þar sem það hefur möguleika á að spíra að vori og dafna.
Gaman væri ef unnt væri að endurheimta birkiskógana sem þöktu Mosfellsheiði langt fram á 17. öld. Í byrjun 18. aldar voru þessir skógar nánast gjörsamlega eyðilagðir. Þá er vænlegt að dreifa birkifræi í Svínahraun enda er það hraun klætt þykkum gamburmosa sem getur verið mjög góður grundvöllur fyrir birkiskóga.
Ástæða er til að hvetja rjúpnaveiðimenn að safna birkifræi og dreifa úti í víðáttunni. Með því væru þeir að skila einhverju til náttúrunnar sem rjúpurnar hafa einnig töluvert gagn af. Rjúpurnar kunna að njót skjólsins af birkiskóginum, etur gjarna fræ og dreifir enn meira. Ætli rjúpnaveiðimenn myndu ekki njóta meiri skilnings og betri velvildar ef þeir hugsuðu ekki aðeins um það að sækja í náttúru landsins en skila einnig til baka einhverju sem kemur gróðri og dýralífi að gagni.
Einhver kann að finna að því að hvetja til að dreifa birkifræi á heiðar og um hraun. Til þess er að svara að þar sem birki getur vaxið á Íslandi á það heima. En aðstæður eru oft þannig að náttúran á sjálf erfitt með að koma fræi þangað annað hvort með vindum eða fuglum himinsins.
Mosi
Hekluskógar biðja almenning um birkifræ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.