Tveir fingurbrjótar í fréttamennsku

Alltaf er miður þegar blaðamenn sem rita fréttir, gleyma gömlu góðu íslensku sögninni „að aka“. Hvers vegna í ósköpum er þessi gamla danska glósa „at køre“ yfirleitt ætíð tekin fram fyrir íslensku sögnina „að aka“.

Annar slæmur fingurbrjótur blaðamannsins er að bera í bætifláka ökumanns við ógætilegt aksturslag hans með því að taka svo til orða að viðkomandi hafi „missti stjórn á bifreið sinni“. Í framhaldi mætti auðvitað spyrja: Var einhver sem greip fram fyrir hendur ökumannsins? Ef svo hefði verið þá hefði verið nauðsynlegt að greina nánar frá því. Auðvitað hefði verið öllu eðlilegra að greina frá því að ökumaður hefði eftir öllum sólarmerkjum ekið of greitt, óvarlega eða einhverra annarra atvika, miðað við aðstæður.

Blaðamennska á ekki að vera þess eðlis að bera í bætifláka til að afsaka stöðu þess sem mistök verða á. Blaðamaður á að halda sig við staðreyndir máls hvernig sem þau kunna að vera. Svona frétt er því fremur lítils virði og fjölmiðlar mættu gjarnan leggja meiri áherslu á í framtíðinni að við verðum að koma í veg fyrir akstur vegna glannaskapar og kæruleysis ökumanna.

Betra væri að ganga, hjóla eða taka sér far með strætisvagni en að ökumenn láti standa sig af óafsakanlegu kæruleysi í umferðinni.

Mosi 


mbl.is Keyrði á staur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Eftir þessari frétt að dæma, Mosi minn góður, var ekki einu sinni svo slæmt að konan „missti stjórn á bifreið sinni" heldur virðist hún hafa beinlínis stýrt henni á staurinn sem er jafnvel ekki hótinu skárra.

Það er einnig fingurbrjótur að segja „ekið á barn“ þegar eitthvert krakkaskottið hleypur fyrir bíl. Í þeirri staðhæfingu felst ásökun sem bílstjórinn verðskuldar sjaldnast þegar eitthvað utanaðkomandi gerist sem hann getur jafnvel ekki varast. Og ekki koma með gömlu lummuna um að bílstjóri eigi alltaf að geta stöðvað ökutækið á einum þriðja þeirrar vegalengdar sem hann hefur óhindraða framundan -- hindrun getur skotist í veg fyrir hann á helmingi þess þriðjungs vegalengdar eða innan við það!

Sigurður Hreiðar, 22.8.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér athugasemdirnar Sigurður.

Sjálfsagt er vandrataður hinn gullni meðalvegur. 

Einu sinni sem oftar mátti skilja á frásögn blaðamanns að ljósastaur hafi komið askvaðandi á móti bíl ökumanns.

En mig langar mikið til að sjá oftar sögnina „að aka“ fremur en gömlu dönsku glósuna „at køre“ í frásögnum af umferðinni.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 23.8.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband