Látum fuglabjörgin í friði

Allt flug hverju sem það kann að nefnast ætti að vera stranglega bannað nálægt varpstöðum fugla.
Sérstaklega á þetta við fuglabjörg en fuglar eru mjög viðkvæmir fyrir hávaðaáreiti.
 
Fyrir nokkrum árum var undirritaður á ferð með þýskumælandi ferðamenn á Arnarstapa og varð þá viðstaddur miður góðrar reynslu. Um kvöldið sendi eg Morgunblaðinu eftirfarandi lesendabréf hvers innihald er enn í góðu gildi.
 
Með bestu kveðjum
 
Mosi 
 
 
Föstudaginn 25. júlí, 2003 - Bréf til blaðsins

Friðarspillar í náttúruparadís

Í HÁDEGINU hinn 22. júlí 2003 var ég undirritaður staddur með hópi þýskra ferðamanna á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Allt í einu barst gríðarlegur hávaði úr vestri og sjá mátti tvær herþotur frá bandaríska hernum koma inn með ströndinni. Allir viðstaddir gripu fyrir eyrun og óskuðu sendingu þessari för hið snarasta í það neðra. Fuglarnir í björgunum ókyrrðust og mátti á svipstundu sjá þúsundir fugla fljúga upp með gargi miklu enda áttu þeir sér einskis ills von. Þessi leifturstutta röskun olli mikilli truflun bæði meðal hinna erlendu gesta ekki síður en málleysingjanna.

Mér finnst að þau stjórnmálaöfl íslensk sem vilja halda dauðahaldi í þetta tilgangslausa hernaðarbrölt ættu að sjá betur að sér. Kalda stríðið er löngu liðið - sem betur fer - og vonandi er betri tíð framundan fyrir íslenska þjóð - en án hers. Íslenska þjóðin á að halda áfram áherslu á að rækta friðsamleg samskipti meðal þjóða og vera jafnvel í farabroddi fyrir alþjóðlegri afvopnun en ekki mylja meir undir þá bandarísku hernaðarhyggju sem nú um þessar mundir er hvað mest að spilla heiminum.

Bandarísk hernaðarhyggja á ekkert erindi í íslenskt samfélag. Hún hefur spillt nóg enda má víða sjá slóð hverskyns sóðaskapar sem tengist hyggju þessari.

Mætti eg frábiðja erlenda hernaðar-"vernd" af því tagi sem birtist fjölda útlendinga sem voru að njóta friðsældar íslenskrar náttúru við Arnarstapa.

GUÐJÓN JENSSON,

leiðsögumaður


mbl.is Þyrluflug á friðlýstum svæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ee (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:43

2 identicon

 ÚUhhhhhhhhhhhh...........................mosi...................

ee (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband