Ánægjuleg tíðindi

Gaman er að heyra fréttir af nýjum slóðum þeirra trjátegunda sem geta lifað hér þokkalega og dafnað. Ekki er ólíklegt að fuglar hafi borið reyniber sem þeir hafa gleypt niðri í byggð á leiðinni um þessar slóðir sem reynirinn finnst.

Víða um land þar sem sauðfé hefur mátt þoka á undanförnum árum er náttúruan að taka við sér. Í dag var Mosi staddur við Geysi og þar við göngustíginn má víða sjá hvar gróðurinn er að taka vel við sér þar sem sauðfé var stöðugt á beit. Þar má sjá birkið þjóta upp og beitilyngið sem nánast sást ekki á þessum slóðum er aftur farið að verða áberandi um þessar mundir ásamt blóðberginu.

Á Mosfellsheiðinni er töluverð framför í gróðri einkum um norðanverða Heiðina þar sem gróðurinn nær í vatn. Vestan og sunnan við Leirvogsvatn er t.d. gulvíðirinn farinn að taka vel við sig enda er hann með beitilynginu þær gróðurtegundir sem sauðféð leggur sér fyrst til munns.

Við Íslendingar þurfum að leggja miklu meiri rækt við að fylgjast með framvindu gróðurs í landinu samfara miklum breytingum í búrekstri einkum sauðfjárhaldi sem víða var og er jafnvel enn á sumum stöðum skelfilegt.

Mosi 


mbl.is Reyniviður finnst við Búrfell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband