12.7.2008 | 15:35
Hugrakkir mótmælendur
Óhætt má segja að mótmælendur séu hugrakkir að tjalda og dveljast í tjöldunum í hellirigningu við fremur nöturlegar aðstæður.
Mér finnst þetta skítkast gagnvart þeim sem hafa aðrar skoðanir en mótmælendurnir, vera þeim til háborinnar skammar.
Þá er annað mál að rétt er að mótmælendur taki sér aldrei lögin í sínar hendur. Á meðan hefur lögreglan ekki tilefni til aðgerða. Jafnskjótt og farið er inn á bannsvæði, klifrað upp í krana eða áþekk baráttuaðferð viðhöfð þar sem hætta er á slysum, þá er búið að ganga of langt.
Allir hafa rétt á að halda fram sínum skoðun og tjá þær svo lengi sem ekki sé gengið lengra en sem líta má á sem ögrun.
Einhverra hluta vegna finnst mér að stjórnvöld séu gjörsamlega að tapa sér í stóriðjudýrkuninni. Er mögulegt að stóriðjan hafi þau í vasanum og ýmsir séu tilbúnir að styðja í von um nokkrar vesælar álkrónur? Væri ekki betra að huga betur að eigin fjármálum og reisa sér ekki hurðarás um öxl? Því miður eru margir ekki skynsamir í þessum efnum og vilja áfram hraðgróða gegnum stóriðjuna, ef ekki með góðu, þá með illu.
Sérstök ástæða er að dást að þessu unga fólki sem er tilbúið að tjá hug sinn gagnvart þessari gegndarlausu stóriðju!
Mosi
Mótmælabúðir á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.Guðjón.Sagan endurtekur sig,þetta eru senilega mislukkaðir námsmenn sem mótmæla.Fá kaup fyrir að mótmæla,og geta ekki staðið sjálfstæð.Þetta kalla ég A4 Fólkið sem ríki og borg þurfa að ala,sem sagt andlegir vesalingar.Helgi Rafn
Helgi Rafn (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 15:55
Sæll Helgi:
Nú þarftu að færa betri og haldbærari rök fyrir fullyrðingum þínum. Við getum ekki dregið ákveðnari ályktanir af einhverjum upplýsingum sem eru bæði óljósar og órökstuddar. Þær kunna e.t.v. að vera bókstaflega rangar og þá er illa farið.
Við verðum umfram allt að virða rétt annarra að setja fram skoðanir sínar. Við eigum að sýna skilning og umburðarlyndi en hvorki sýna fólki fyrirlitningu né fjandskap. Er það ekki það sama sem við væntum af öðrum? Þegar mótmælendur finna að það er verið að gera hlut þeirra lítinn og gert jafnvel gys að þeim, þá fyllast þeir oft mikilli vandlætingu og þá er mjög slæmt ef einhver grípur til óyndisúrræða, hver sem kann að eiga hlut að máli.
Virðum því aðra og skoðanir þeirra!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 12.7.2008 kl. 16:22
Helgi Rafn, þar sem enginn minna félaga kannast við að hægt sé að fá greitt fyrir að mótmæla, óska ég þess að þú gefir mér upplýsingar um hvern ég á að rukka. Þú skalt fá prósentur af mótmælendalaunum mínum ef ábendingin skilar árangri.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 20:37
Sæll.Aftur ég sá myndum af Hellisheiði að þetta eru ó harnaðir unglingar sem finst í góðu lagi að mótmæla.finst ykkur sem lengra eru komin í þroska,ekki rétt að virkja á Hellisheiði. Vitið þið hvað mörg ár eru liðinn frá þvi að síðasti skíðamaður rendi sér þar.kv Helgi Rafn
Helgi Rafn (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 14:47
Mótmæli Saving Iceland hafa reyndar beinst gegn stóriðjustefnu Íslendinga en ekki gegn skíðamönnum. Nei, mér finnst ekki rétt að virkja á Hellisheiði.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 15:10
Spurning er hvenær verður komið nóg af virkjunum. Árleg viðbótarþörf fyrir almenningsveitur er um 10MW. Þessar virkjanir myndu duga í nokkra áratugi og væru því mjög óhagkvæmar nema stórnotandi komi einnig til. Því mður eru þeir farnir að færa sig það mikið upp á sklaftið að þeir vilja helst fá rafmagn til að knýja stór álver sem ráðamenn eru ekki tilbúnir að samþykkja.
Spurning hvernig samið hefur verið um verðið á rafmagni og hversu hátt verðið er. Um það fara stjórnvöld með veggjum, kannski það sé svo smánarlega lágt að þeir skammast sín að segja frá því.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 18.7.2008 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.