7.6.2008 | 15:08
Er stóriðjan með íslensku ríkisstjórnina í vasanum?
Frestun framkvæmda: á það aðeins við á höfuðborgarsvæðinu?
Fyrir nokkrum árum var Landsíminn seldur. Þáverandi ríkisstjórn gaf út yfirlýsingar um að nýta skyldi fjármunina miklu m.a. að byggja hátæknisjúkrahús og hefja framkvæmdir við Sundabraut. Hvorugt er komið lengra en á teikniborðið. Nú á að fara að spara og gefið í skyn að engir fjármunir séu til að nýta í þessar framkvæmdir. Já það er einkennilegt þegar rætt er um að spara og draga úr þenslu þá skulu alltaf hugmyndirnar um slíkt vera tengt höfuðborgarsvæðinu. Er það ekki mjög merkilegt?
Ekki er sparað þegar grafin eru göngu úti á landsbyggðinni. Ekki er sparað þegar ráðast á í nýjar virkjanir og ný fjárfetsingarævintýri. Þar ræður stóriðjan för enda virðist stóriðjan hafa ríkisstjórnina eins og hún leggur sig í vasanum.
Það má spyrja frómrar spurningar: til hvers var verið að selja Landsímann á sínum tíma? Var það vegna þessa að meira skipti að selja og koma þessu mikilvægafyrirtæki í hendurnar á vildarvinum Sjálfstæðisflokksins Símann fremur en að efna þau fyrirheit sem til stóðu?
Við Íslendingar sitjum uppi með einkennilega ríkisstjórn ekki aðeins einkennilegra heldur öllu fremurhóp viðsjárverða stjórnmálamanna. Þeir hafa komist upp með alls konar lygar og ómerkilegheit sem eru þeim ekki til mikillar framdráttar. Þeir hafa jafnvel um sig trúði, fyrrum tugthúslim til að slá ryki í þá sem kannski gætu fylgt þessum ótrausta stjórnmálaflokki að málum. Þeir segja eitt í dag en framkvæma allt annað á morgun.
Nú miklast þeir sig af því að hyggjast koma á fót stærsta þjóðgarði Evrópu á fót. Með brögðum hafa þeir þó undanskilið ýms þau landsvæði sem efalaust eru hluti af stærri heild merkilegra náttúruundra. Þannig eru undanskilin Langisjór, Kverkárrani og helst af öllu hefði þurft að taka allt Kárahnjúkasvæðið með Dimmugljúifrum með. Eins og kunnugt er, hefur Sjálfstæðisflokknum með Framsóknarflokknum tekist að eyðileggja nánast allar þessar merku jarðfræðiminjar með sínu glapræði. Og þessi stjórnmálaöfl ætla sér einnig að leggja Langasjó undir stóriðjuna. Ekkert er heilagt! Hvers vegna? Það skyldi þó ekki vera að stóriðjan er með íslensku ríkisstjórnina í vasanum?
Ýmislegt bendir til slíks:
Í fyrrasumar kom Alþingi Íslendinga saman til sumarþings. Meginverkefni þingsins var málefni skattaumhverfi stjóriðjunnar á Íslandi. Í árdaga stóriðju á Íslandi var lagður á álbræðsluna í Straumsvík sérstakur skattstofn: framleiðslugjald á hvert framleitt tonn af áli. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt sig sérstaklega fram að lækka stórlega tekjuskatt á fyrirtækin í landinu sem er góðra gjalda vert en nú er svo komið að tekjusakttur á fyrirtæki er óvíða jafn lágur og hér á landi. Hins vegar er tekjuskattur á einstaklinga óvíða jafn hár og hér á landi og kikna láglaunahópar undan skattpíningu Sjálfstæðisflokksins.
Það eru því engin undur og stórmerki að stóriðjan vildi gjarnan fá hagstæðara skattumhverfi. Og þegar í ljós kom að álbræðslan í Straumvík sparar sér um hálfan milljarð á ári með lægri skattgreiðslum þá var frumvarp samið en það var látið daga uppi fyrir síðustu þingkosningar til að draga ekki óþarflega mikla athygli að því! Svo var þettafrumvarp samþykkt og rann í gegn þó svo þar hefði verið fyllileg ástæða að leggja á stóriðjuna og einnig alla mengandi starfsemi sérstakt umhverfisgjald sem nýta mætti til skógræktar og annara ráðstafan til að binda koltvísýring og önnur mengandi lofttegundir og efni.
Því miður hefur lítið sem ekkert heyrst frá ríkisstjórninni um þessi mál. Kannski hún þegir þunnu hljóði enda er það ekki stóriðjunni að skapi að lagðar séu nýjar álögur sem í eðli sínu auka kostnað og draga þar með úr ofsagróða fyrirtækjanna. Hér nýtur stóriðjan sérkjara í skjóli vinveittrar ríkisstjórnar sem jafnvel bregður sér á leik eins og sjá mátti í Morgunblaðinu núna í morgun. Þar mátti sjá a.m.k. tvo ráðherra og einn bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins munda skóflur sínar til að greiða götu þessarar mengandi starfsemi á vildarkjörum á Suðurnesjum!
Séð hefur Mosi annað eins! Nú er smám saman komið nóg af því góða.
Mosi
Fresta nýja spítalanum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir frábæran pistil!
Stóriðjan og verktakafyrirtæki stjórna þessu landi eins og það leggur sig, og ráðherrum og hverju sem er!
Ég er sannfærður um að heilbrigð skynsemi er í alvarlegri útrýmingarhættu hjá valdamönnum á íslandi og er það vonandi að það verði eitthvað eftir til að stjórna á þessu landi, eftir næstu kosningar..líklegast verður búið að gleypa allt sem verðmætt er..lítur illa út a.m.k.
Óskar Arnórsson, 8.6.2008 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.