Bravó!

Það sem þeir Sigurrósarmenn eru nánast allt frábært og vel að verki staðið. Þetta myndband með nýja laginu er mjög listrænt og hreyfingar unga fólksins fallegar og falla vel að hrynjandi tónlistarinnar. Sérstaklega er unga konan sem virðist vera í frjálsu falli og hárið flaksar um höfuð hennar mikið augnakonfekt ef svo má að orði komast. 

Því miður er siðgæðisvitund Bandaríkjamanna gagnvart nektinni mörgum öldum á eftir nútímanum. Viðhorf þeirra í þeim málum mótast mjög af svonefndum púritisma en þeir sem aðhylltust þær kenningar voru strangtrúarmenn. Þeir flúðu England á 17. öld vegna ástandsins í þjóðfélagsbreytingum sem þar áttu sér stað með valdatöku Cromwells. Púritanarnir settust að á austurströnd Bandaríkjanna og höfðu gríðarleg áhrif til frambúðar sem birtist m.a. í viðhorfum þeirra til mannslíkamans.

Þar í landi þykir hins vegar alveg sjálfsagt að sýna ljótleika ofbeldis af margvíslegu tagi en fegurð mannslíkamns virðast þeir aldrei hafa lært að meta, því miður.

Mosi vill óska þeim Sigurrósarmönnum til hamingju með frábært lag og virkilega fallegt myndband. Gangi þeim allt í haginn!

Mosi


mbl.is Myndband Sigur Rósar bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Erum við með púritana hérlendis í Krossinum og á Skaganum?

Jón Halldór Guðmundsson, 29.5.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ábyggilega má það til sanns vegar færa. Púritanar 17. aldar hafa kannski haft áhrif á áhrifagjarna einfalda menn íslenska á 20. öld og þeirri 21. kannski líka?

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 29.5.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband