Aðgát skal höfð

Fyllsta ástæða er til að gefa þessum nýjustu talningum gaum. Hvað hyggjast stjórnvöld gera ef hrefnum og öðrum hvölum fækkar hér á landi?

Ástæðan er augljós: sjávarbotninn er mjög laskaður eftir linnulausar botnvörpuveiðar í heila öld. Allt lífkerfið er meira og minna úr lagi fært. Nú í dag erum við að veiða álíka mikið af þorski og Bretar veiddu árlega fyrir þorskastríðið 1972. Þetta er skelfileg þróun sem óhófleg notkun botnvörpu hefur sök á. Fyrrum voru það skammtímasjónarmiðin um mikinn gróða sem nú er að koma okkur í koll.

Áður fyrr var nóg af fiski og hval, nóg af öllu fyrir bæði þá og okkur mannfólkið. Núna sjáum við ofsjónum yfir þann fisk sem hvalir eta enda sitjum við uppi með ótrúlega eigingirni og skammsýni.

Hvenær kemur að því að við verðum að kannast við gömlu syndirnar og reyna að snúa þróuninni við, að svo miklu sem það er okkur unnt?

Mosi


mbl.is Hrefnu fækkar á landgrunninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hélt þú ætlaðir að skrifa: "aðgát skal höfð í nærveru sálar"

Sigurður Þórðarson, 27.5.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Unnt er að hafa aðgát í ýmsu öðru en í nærveru sálar. Eigum við t.d. ekki að sýna aðgát í umferðinni svo dæmi sé nefnt?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.5.2008 kl. 12:33

3 Smámynd: halkatla

heyr heyr

halkatla, 27.5.2008 kl. 12:35

4 identicon

Ég get ekki séð hvað er svona slæmt við það að hvölum fækki?

Það er ekki eins og þeir geri heiminum greiða á nokkurn hátt.

Bæring (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 12:59

5 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Er Hrefnuvertíðin ekki rétt byrjuð, það er búið að skjóta 2-3 dýr.

Hrefnan er flökkudýr, fer víða í leit af æti.

þú segir Guðjón Jenson. Ástæðan er augljós: sjávarbotninn er mjög laskaður eftir linnulausar botnvörpuveiðar í heila öld. Allt lífkerfið er meira og minna úr lagi fært.

Ég er sjómaður, ég kenni frekar miklum uppsjávarveiðum, og ofverndun Þorksins í áratugi , þorskurinn étur gríðarlegt magn af loðnu og síli.

Sölvi Arnar Arnórsson, 27.5.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband