Stríðið minnir á sig

Öskjuhlíðin var vinsælt athafnasvæði barna og unglinga sem slitu barnsskónum í Hlíðunum. Margir leiðangrar voru farnir þangað og hápunktinum var líklega náð þegar við lásum okkur niður snarbrattan stig og í neðanjarðarbyrgi sem seinna kom í ljós að var notað sem stjórnstöð! Í einu herberginu niðri mátti skríða út úr þessu gegnum þröngt rör sem lá nokkra tugi metra í átt að Loftleiðum. Hjá syðri innganginum var hátt mastur sem notað hefur verið til fjarskipta. Til beggja handa voru gömul byssuhreiður enda voru Bretar við öllu búnir að verja flugvöllinn fyrir öllum mögulegum árásum. Við komum heim með rifnar buxur og skítugir upp fyrir haus. Hvað var það þó foreldranir voru brúnaþungir, þessi ævintýri voru á við bestu ævintýramyndir í stíl við Indiana Jones og áþekka kappa. Kannski að Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Vernes hafi einnig ýtt undir fjörugt hugmyndaflug okkar.

Nú er það skógurinn sem vex og dafnar vel í Öskjuhlíðum, prýði Reykjavíkur, vettvangur fjörugs fuglalífs og mannlífs hvort sem er að sumri eða vetri. Þessum gömlu hernaðarmannvirkjum mætti sýna meiri sóma og gera kannski upp, hreinsa grjót og annan skít og hafa þar sýningu á vegum Árbæjarsafns enda er þessi staður einn best ákjósanlegasti vettvangur fyrir sýningu tengda hernámi landsins.

Mosi

 


mbl.is Skotfæri fundust í Öskjuhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband