Er Reykjavíkurflugvöllur á vetur setjandi?

Ef fólk vill hafa flugvöllinn áfram þá verður það að sætta sig við að leggja norður-suður brautina niður. Ekki er nein skynsemi að halda í hana enda er hún mikill hindrun eðlilegrar landnýtingar við þróun höfuðstaðar landsins. Austur-vestur flugbrautina má hins vegar lengja töluvert út í Skerjafjörðinn en þá verður að leiða umferð eftir syðsta hluta Suðurgötu undir brú.

Þessi flugbraut hefur verið mjög vannýtt enda dálítið styttri. Þegar vindrós Reykjavíkur er skoðuð þá eru austlægar áttir algengastar og því mun skynsamlegra að nota þá braut. Þá er mikill kostur að unnt er að draga verulega úr óþægindum fyrir þá sem búa í miðbæ, sunnanverðu Skólavörðuholti sem og í vesturbæ Kópavogs sem verða væntanlega þeirri stundu fegnastir þegar þessum ósköpum hefur verið létt af.

Vægi Reykjavíkurflugvallar á fyrst og fremst að binda við áætlunarflug innanlands, þyrluflug að einhverju leyti að ógleymdu sjúkra- og hjálparflugi. Annað flug eins og kennsluflug og tómstundaflug þarf að fara annað, t.d. væri unnt að koma slíku fyrir á minni flugvöllum, t.d. Hólmsheiði og Sandskeiði eða fyrir sunnan og vestan Straumsvíkur.

Millilandaflugi og öðru þotuflugi verður best sinnt í Keflavík. Við þurfum að setja mjög stífar hávaðatakmarkanir enda fylgir flugrekstri mjög mikill hávaði sem draga verður skilyrðislaust úr.

Mosi


mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband