Tillitsemi við konur

Hægri umferð var á Íslandi fram til 1907. Þá var gerð sú breyting á þessari reglu að Hannes Hafstein lagði fram frumvarp að nýjum vegalögum. Einn þingmaður spurði ráðherran hvers vegna ætti nú að víkja til vinstri en ekki til hægri eins og tíðkast hafði.

Hannes svaraði því til að þessi breyting væri gerð fyrst og fremst af tillitsemi við konur. Svo stóð á að reiðstígar voru mjóir og þeir fáu vegir sem unnt var að aka vagni eftir, voru svo mjóir að þegar konur mættust og riðu í söðli, komust þær hvorki lönd né strönd því fótstykkin á reiðverum þeirra stóðust á!

Veturinn 1939-40 var lagt fram furmvarp á Alþingi Íslendinga um að breyta þessu aftur og skyldi tekin aftur upp hægri umferð frá og með ársbyrjun 1941. Eins og kunnugt er hernámu Bretar landið 10. maí 1940 og tóku þeir þessu eðlilega mjög illa enda áttu þeir nóg með að koma sér fyrir í stóru nánast veglausu landi.

Það varð því ekki fyrr en fyrir réttum 40 árum að við tókum aftur upp hægri regluna. Varúð frá hægri!

Mosi


mbl.is Hægri umferð 40 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Heheh  þakka þér fyrir þetta fróleikskorn, athyglisvert. Gaman að vita þetta. Með beztu kveðju.

Bumba, 26.5.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir fróðleikinn. Ég spurði einmitt þessarar spurningar í færslu við sömu frétt.

Villi Asgeirsson, 26.5.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242963

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband