22.5.2008 | 16:36
Hannað fyrir skúffurnar?
Þessa svonefnda samgöngumiðstöð ætti að hanna fyrir skúffurnar. Þessi starfsemi kemur alveg eins og skelfingin uppmáluð: ekki er nóg að verið er að festa nær 70 ára gömul mistök, heldur á einnig að negla niður rándýrar aðrar lausnir. Það þarf flugskýli, er ekki einn athafnamaðurinn að krefjast lóðar til að hýsa tvær einkaþotur sínar, minna má það ekki vera! Og það þarf allskonar götur, aðreinar og auðvitað bílastæði fyrir þá sem þurfa að nota þessa fínu samgöngumiðstöð. Talið er að kostnaður að baki hvers bílastæðis sé ekki minna en 5 milljónir króna!
Þegar Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940 leist þeim ekkert of vel á aðstæður hér: Enginn nothæfur flugvöllur á landinu nema svifflugvöllur á Sandskeiði þar sem geymdar voru nokkrar þýskar flugvélar með hakakross og tilheyrandi.
Háskólarektor var menntaður í Þýskalandi, lögreglustjórinn í Reykjavík útskrifaður sem liðsforingi frá Wehrmacht, hinum þýska ríkisher og borgarstjórinn hafði sótt lögfræðimenntun til Berlínar! Og verkamenn voru bæði svikulir og hysknir í vinnunni sem Bretarnir útveguðu þeim og nefndu Bretavinnu í háðungarskini.
Þessi hefnd breska heimsveldisins að taka svona illa á móti stíðsmönnum hans hátignar Bretakonungs 1940, ætlar að verða Reykvíkingum erfiður kross, jafnvel enn þann dag í dag. Fyrir rúmum 50 árum eða 1957 voru gríðarmiklar deilur um Reykjavíkurflugvöll. Þær deilur stóðu meira og minna allt árið og vildu mjög margir að flugvöllurinn yrði lagður niður. Þá var ríkisstjórn sem gerði sig ekki par vinsæla hjá þeim bandarísku, en hótað var uppsögn herverndarsamnings og aðstöðu á Keflavíkurflugvelli, m.a. vegna fyrirhugaðrar útfærslu landhelginnar í 12 mílur sem varð fyrst ári síðar. Það var því hið borgaralega flug sem fór að mestu fram frá Reykjavík enda voru samgöngur til Keflavíkur þá ekki mikið betri en milli Reykjavíkur og Selfoss þó ekki þyrfti yfir fjallveg að fara.
Nú nenna sumir ekki að fara til Keflavíkur á fínu bílunum sínum þó svo að aðstaða til flugrekstrar þar sé margfalt betri og öruggari en héðan úr Reykjavík. Úrtölumenn niðurlagningar Reykjavíkurflugvallar halda því stöðugt fram að flugvöllurinn sé mikilvægur sem varaflugvöllur. Í hve mörgum tilfellum skyldi það nú vera? Innan við 1% tilfella, þ.e. um 2-3 daga á ári!!! Það er því afardýr lausn sem þessir herramenn fara fram á og vart verjandi fyrir fámenna þjóð sem þarf að sinna ótal verkefnum.
Prívatfluginu þarf að koma sem fyrst til Keflavíkur ásamt kennsluflugi og ýmiskonar tómstundaflugi.
Óskandi er því að þessi rándýra lausn verði hönnuð til að stinga niður í dýpstu skúffurnar í Ráðhúsi Reykjavíkur!
Mosi
Myndir af væntanlegri samgöngumiðstöð sýndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru náttúrulega bara tölur úr lausu lofti gripnar. Ég bý nú við flugvöllinn og sé 757 vélar lenda hérna á veturna nánast upp á 2. - 3. hvern dag þegar hæstur er veturinn. Svo talar þú eins og að það sé einhver lausn að færa tómstunda- og kennsluflug, hvað þá innanlandsflug í Keflavík. Viltu ekki bara fá mótorsportin, hestamennskuna og slíkt norður líka? Þið Mosfellsbæjarfólk hafið verið iðin við að kvarta yfir einkafluginu á Tungubökkum. Er það ekki nóg? Ég hef reyndar aldrei skilið fólk sem flytur að flugvelli og fer svo að kvarta yfir honum, það er eins vitlaust og að flytja í við strandlengjuna og kvarta yfir seltunni á gluggunum.
Já og svo kallar þú þetta rándýru lausnina. Þú heldur þá væntanlega að það að afleggja innanlandsflug og að flytja einkaflug til Keflavíkur sé bara ódýr framkvæmd. Kannski fyrir þig og nokkra aðra. Rándýrt fyrir alla hina.
Á endanum hlýtur maður að spyrja: Hvað ætlar þú að gera kæri Guðjón þegar bæjarstjórinn í Sandgerði og íbúar þess ágæta bæjarfélags ákveða nú að þeir vilji ekki hafa flugvöll í Sandgerði? Er það þeirra að velja eða landsins alls? Ætlar þú að taka þessa ákvörðun eða eigum við að leyfa landinu að ráða, þ.e.a.s. að rækta lýðræðið í landinu?
Funi (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:29
Guðjón, hefurðu einhverntíma heyrt talað um innanlandsflug?
Haraldur Bjarnason, 22.5.2008 kl. 18:35
Einhverju sinni var ég að koma með áætlunarflugi frá Akureyri, þreyttur eftir erfiðan vinnudag. Fyrir framan mig sat fjögurra manna fjölskylda. Meðan flugvélin rann ljúflega eftir Reykjavíkurflugvelli upp að skúraþyrpingunni flugstöðinni sagði fjölskyldufaðirinn við konu sína: „Vildirðu eiga eftir að keyra frá Keflavík núna?“
Ég held ég hafi ekki heyrt hverju hún svaraði, en ég gat með sjálfum mér svarað fyrir mig, stórt NEI! Nóg að eiga eftir að komast heim í Mosó!
Það væri fásinna að loka þeim samgöngumöguleika við landsbyggðina sem Reykjavíkurflugvöllur er. Og til hvers? Til þess að hrúga fleira fólki í þann landfræðilega útnára sem þetta svæði er á höfuðborgarsvæðinu?
Sigurður Hreiðar, 22.5.2008 kl. 21:34
Halli gamli verður að taka undir með þeim Funa +Haraldi +Sigurði,hefði ekki orðað þetta öllu betur/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 23.5.2008 kl. 00:38
Fyrir nokkru, á aðalfundi Landverndar, var sýning í anddyri Norræna hússins. Ómar Ragnarsson var þar á fundinum og notaði tækifærið til að sýna fram á hvaða möguleika austur-vestur brautin hefði væri hún lengd tril vesturs út í Skerjaförðinn. Helstu ógægindin af Reykjavíkurflugvelli nú er norður-suður flugbrautin sem er alltof mikið notuð. Þá fljúga flugvélar rétt yfir húsunum í miðbæ Reykjavíkur og vesturbæ Kópavogs. Það er ekki í samræmi við neinar reglur um gott flugöryggi þegar svo lágt er flogið meira að segja eftir hermdarverkin miklu í Bandaríkjunum hérna um árið stranglega bannað að fljúga nálægt mikilvægum byggingum. Fljúgandi hermdarverkamenn hefðu mjög gott tækifæri að koma nánast öllu í bál og brand hér sökum þess hve aðstæður við Reykjavíkurflugvöll væru hagstæðar til slíkra ógæfuverka. En þessi flugbraut er lengri en hin sem er minna notuð.
Ef austur-vestur brautin yrði lengd til vesturs út í sjó og syðsti partur Suðurgötu lögð undir flugbrautina þá myndi flugvöllurinn verða langbestur að áliti Ómars enda kæmi það vel við veðuraðstæður. Austanáttir eru ríkjandi í Reykjavík.
Og ef hér væru komnar góðar almenningssamgöngur væri fjarlægðin Keflavík-Reykjavík nánast engin fyrirstaða og ekki mikið meira mál en að aka í prívatbíl á álagstíma frá núverandi flugstöð og upp í Breiðholt.
Þannig að við verðum að líta til lengri tíma en ekki einblína um of á núverandi aðstæður. Norður-suður flugbrautin verður að víkja enda er Vatnsmýrin mjög verðmætt byggingaland.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2008 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.