Gríðarlegt magn

Hvað skyldu 300.000 rúmmetrar af jarðvegi vera margir farmar þungaflutningabíla? Ef um er að ræða grjót, möl og annað áþekkt efni má áætla að þar sé um allt að 750. þúsund tonn miðað við eðlisþyngd 2.5.

Lauslega giskað á tekur hver bíll kannski 12-15 rúmmetra eða um 30-36 tonn í hverri ferð. Það verða því a.m.k. 20 þúsund ferðir þungaflutningabíla sem er mjög umtalsvert.

Spurning er hvort e-ð kunni að leynast í þessum jarðvegi. Flott væri að finna óvænt fornar minjar en eins og kunnugt er þá voru seglskip ekki ósjaldan fyrir akkerum úti á ytri höfninni í Reykjavík. Einu sinni um miðja 19. öld strandaði við Batteríið þekkt seglskip en náðist út. Þetta Batterí þar sem Seðlabankinn er núna var byssuhreiður sem Jörgen hundakóngur lét reisa til varnar höfuðstað landsins sumarið 1809. Kom það aldrei að neinu gagni.

Verra væri ef í þessum jarðvegi leyndist spilliefni. Þá er spurning hvaða ráðstafanir hafi þegar verið gerðar til að koma í veg fyrir að þau dreifist og valdi usla.

En þegar þessum miklu framkvæmdum verðu lokið þá mun væntanlega allt orðið í besta standi.

Mosi


mbl.is 300 þúsund rúmmetrar af jarðvegi fjarlægðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband