Skotspónn MH og MR?

Er Ráðhús Reykjavíkur orðið skotspónn milli MR inga sem þar hafa ráðið ríkjumsvo lengi sem elstu kallar og kellingar muna.

Nú eru MH-ingar þar við völd. Báðir eru þeir Ólafur F. og Jakob F. báðir Magnússynir útskrifaðir frá MH vorið 1972. Báðir hafa þeir ýmsa prýðilega mannkosti en því miður þá er alltaf verið að telja upp vankostina. Var það annars nokkurn tíma siður hjá MR-ingum að ræða um ókosti sinna manna? Var ekki Davíð dýrkaður eins og hann væri endurborinn keisarinn í Róm?

Við verðum að vona og bíða að Reykjavík sé þrátt fyrir allt þokkalega stjórnað. Gæti það annars orðið mikið verra miðað við núverandi ástand sem er vegna þess hve borgarfulltrúar eru grátlega fáir? Þeim var fjölgað í 21 1982 en Davíð fækkaði þeim aftur því það hentaði honum ekki við stjórnun borgarinnar.

Ætli borgarfulltrúum Reykjavíkur þyrfti ekki að fjölga í h.u.b. 40 miðað við þá staðreynd að alls eru 65 borgar- og bæjarfulltrúar að tölu á höfuðborgarsvæðinu öllu þar sem búa um 190.000. Það eru því gróflega reiknað um 3.000 íbúar að meðaltali á bak við hvern fulltrúa. Hvarvetna eru fulltrúar í þessu starfi sem hlutastarf en í Reykjavík er þetta orðið 100% starf ef ekki meira! Er það sem æskilegt?

Núverandi vandræðaástand er ekki tilkomið vegna þess að borgarstjórinn heitir Ólafur. Þar þarf að leita annarra skýringa.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband