Oft hefur Björn Bjarnason rétt fyrir sér en varla í þessu máli

Mér finnst að eðlilegra sé að leggja undir þjóðaratkvæði þegar Alþingi hefur samþykkt breytingu á stjórnarskrá. Þessi klausa um að rjúfa skuli þing undir þessum kringumstæðum og kjósa að nýju sem þá yrði að samþykkja breytinguna til þess að hún öðlist gildi, vera hugsun 19. aldar.

Í dag hugsa menn allt öðru vísi. Ekki er nauðsynlegt að fara í þingkosningar þegar unnt er að hafa kosninguna einfaldari. Á það að verða keppikefli stjórnmálaflokka að vera með eða á móti breytingu á stjórnarskránni til að geta tekið almennilega þátt í kosningum.

Mun auðveldara er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem valið er milli að segja já eða nei.

Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa því miður ekki verið á pallborðinu hjá stjórnvöldum enda virðast þau óttast fátt meira en vilja sjálfstæðrar þjóðar sem vill þó fá einhverju ráðið en ekki meirihluti þeirra 63ja þingmanna sem kunna að vera hverju sinni.

Þjóðaratkvæðagreiðsla er jafneðlilegt fyrirbæri í vitund flestra eins og þingræði. Það er því von mín og fróm ósk að dómsmálaráðherra skoði þessi mál betur og breyti afstöðu sinni þannig að við getum unað vel við 21. aldar hugsunarháttur sé virtur betur á Íslandi en ekki sá eins og 19. aldar menn hugsuðu á sínum tíma. Veröldin hefur breyst gríðarlega og við auðvitað með henni.

Mosi 


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 242986

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband