12.5.2008 | 22:17
Hvítasunnuhelgin
Við lögðum snemma af stað upp í Borgarfjörð á sveitarsetrið okkar í Skorradal að morgni laugardags. Mikið var gaman að koma þangað eftir heilar 4 vikur! Sjaldan líður svo langur tími en veturinn er oft ekki síðri að vera þar en að vori og á sumrin. Á vetrum eru fáir á ferli og Dalurinn er aðeins fyrir þá allra hörðustu sem þangað koma og setja ekkert fyrir sig kulda og dálitil ævintýri. Í vetur fór hitastigið niður í tæplega 30 gráður og þá var unnt að ganga eftir ísi lögðu vatninu langar leiðir annað hvort á gönguskíðum eða á tveim jafnfljótum. En sjálfsagt er að gefa gaum að þeim hættum sem leynast, opnar vakir og þunnur ís sem víða kunna að leynast.
Báðar næturnar sváfum við fyrir opnum gluggum í litla húsinu okkar enda vel heitt í veðri. Heyra mátti einhverja þá fegurstu endalausu fuglarapsódíu sem tekur öllum Evróvíson keppnisuppákomum fram. Músarindillinn og glókollurinn hefja hæstu röddina til himins en undir taka þrestirnir og hrossagaukarnir. Stundum má heyra í öðrum fuglum eins og auðnutittling, jaðrakan og jafnvel kríu sem stundum flýgur inn með ströndinni eftir sílum. Í dag heyrðum við í himbrimanum langt úti á vatninu og er alltaf gaman að fylgjast með honum og lífsvenjum hans. Nokkrar toppendur mátti sjá í dag og álftir tvær flugu yfir með miklu gargi. Á heimleiðinni í dag mátti sjá jaðrakan sem átti í kasti við krumma á móts við Hestfjall.
Að þessu sinni var garðholan tekin í gegn, settar niður kartöflur og sáð til gulrótna. Allt sem maður ræktar sjálfur bragðast alltaf margfalt betur en þetta borgar sig bara tæplega!
Við söguðum brennivið fyrir næsta vetur en ekki tókst vel til en fyrir stuttu bilaði keðjusögin okkar sem við keyptum í Húsasmiðjunni í fyrrasumar. En lánssögin þaðan var ekki eins góð og okkar eigin. Það er alltaf ergilegt að vera með tæki sem ekki virka sem skildi. Og skógurinn okkar fékk eins og alltaf á vorin dálitla snyrtingu. Við búum við það lán að vera skógareigendur þó í smáum stíl sé og trén þurfa að fá snyrtingu eins og kettirnir heima og auðvitað við sjálf öðru hverju. Þurrar greinar er gott að sníða af þétt við stofninn og gildir þetta einkum fyrir barrtrén. Gildustu greinarnar sögum við nður í eldivið en látum smælkið liggja enda gott að skilja eftir í skóginum. Smám saman rotnar það og hverfur í svörðinn. Skógurinn veitir okkur ómetanlegt skjól fyrir austanáttinni sem eins og víðast hvar á Íslandi er bæði hvöss og mjög votviðrissöm.
Við fórum í dálítinn róður á litla árabátnum okkar en ekki höfum við enn komið því í verk að fá okkur utanborðsmótor. Eiginlega finnst okkur miður hve margir leggja ofuráherslu á að hafa sem mestan hraða. Fuglalífið líður fyrir það og er það miður að fylgjast með.
Já það er óskandi að þessi náttúruparadís megi blíva sem lengstfyrir óseðjandi skemddarfísn og ágengni þeirra sem ekki kunna að meta þessi gæði sem þó eru ókeypis.
En um það má fjölyrða margt og mikið. Kannski það verður gert síðar. Hver veit.
Mosi
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.