Vorið

Í gærmorgun gekk Mosi eftir Egilsgötu eins og hann er vanur eftir að hafa stigið út úr Strætisvagninum úr Mosfellsbæ við Snorrabraut. Neðst við Þorfinnsgötu er gamall álmur að byrja að laufgast en í flestum görðum við Egilsgötu er mikið af reynitrjám og dálítið af birki. Allur er þessi trjágróður að sýna að vorið sé á næsta leiti. Á einum stað er myndarlegur þinur að koma til og er það mjög ánægjulegt að sjá að hann er að njóta vinsælda enda fjallmyndarlegt tré.

Við gömlu Heilsuverndarstöðina er verið að grisja. Eftir Egilsgötu hefur einhvern tíma verið gróðursettur reynir meðfram götunni en birki síðar í annarri röð nær húsinu. Athygli mín var að búið hafði verið að grafa frá rótum fjölmargra trjáa. Síðdegis var búið að fella nánast öll birkitrén. Einkennilegt er að gamall reynir sem hefur orðið svonefndri „reynisátu“ að bráð var ekki felldur þó fyrirsjáalegt er að hann lifi eigi lengur. Þvílíkt fúsk hugsaði Mosi með sér þegar hann hélt áfram niður í Blóðbankann til að láta tappa af sér smávegis blóð. Í æðum hans streymir gæðablóðið O+ sem alltaf er unnt að nota.

Þá var að hraða sér vestur að Landspítalanum til að taka þátt í göngu þeirri sem á að verða árviss viðburður að minnast látinna og slasaðra í umferðinni. Þó tilefnið væri dapurt þá er það fagurt eins og veðrið sem var eins og það best getur verið á Íslandi. Við Landspítalann - Háskólasjúkrahús í Fossvogi var hápunkturinn þegar 15 kolsvörtum blöðrum og 166 rauðum var sleppt upp í loftið. Þær siluðust upp í háloftin rétt eins og sæðisfrumur með áberandi ljósum spottum sem glitruðu í kvöldsólinni.

Í fyrra létust 15 í umferðinni og 166 slösuðust mikið. Þetta er allt of há tala og þessi minningarganga á að minna okkur á hætturnar í umferðinni og hvetja okkur að aka varlega. Viðstaddir voru af hinum ýmsu starfsstéttum, hjúkrunarfólk, læknar, sjúkraliðar, lögreglumenn, slökkviliðsmenn svo einhverjir séu taldir en þarna voru einnig fyrrum sjúklingar og aðstandur þeirra sem hafa átt um sárt að binda. Mikið er á þessar starfsstéttir lagt að sinna slösuðum og eiga allir miklar þakkir skildar fyrir oft vanmetin störf.

Slys gera aldrei boð á undan sér. Oft verða slys þegar Bakkus eða önnur efni hafa komið við sögu.  Getum við ekki fækkað þeim með öllum tiltækum ráðum?

 

Krían komin!

Yfirleitt er krían komin á Tjörnina í Reykjavík 8. maí. Eigi getur Mosi staðfest það en um kvöldið gekk hann ásamt spússu sinni fram á Langatanga sem skagar fram í Leirvoginn í Mosfellsbæ. Allt í einu birtust nokkrar kríur með sínu alkunnu gargi og flögruðu yfir voginn nokkra hringi áður en þær héldu för sinni áfram.

Vorið er komið, kannski viku fyrr en venjulega!

Mosi

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gott að það er komið sumar í sálaina á þér. Snjór í mínum garði.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.5.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 243046

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband