8.5.2008 | 11:54
Var Pokasjóði stolið frá Landvernd?
Upphaf Pokasjóðs er að Þorleifur Einarsson jarðfræðingur fékk þá snjöllu hugmynd fyrir um 20-25 árum að leggja dálítið gjald á alla plastpoka sem voru látnir viðskiptavinum í té endurgjaldslaust í verslunum. Samningar voru gerðir milli Kaupmannasamtakanna og Landverndar að Pokasjóður yrði til þess að efla umhverfisvitund og náttúruvernd á Íslandi.
Brátt kom að því að ýmsir sáu ofsjónum yfir þessum góða og öfluga tekjustofni sem Landvernd hafði verið fengið í hendur. Og þar sem þessir aðilar voru kannski ekki alltaf sammála faglegu starfi Landverndar fannst þeim sjálfsagt að svipta Landvernd þessum tekjum.
Landvernd hefur ætíð lagt áherslu á faglegt og metnaðarfullt starf að verndun náttúru og umhverfis á Íslandi.
Með hinum nýja Pokasjóði var farið að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn og farið var að veita til allra mögulegra sem ómögulegra verkefna. Umhverfismál og náttúruvernd varð smám saman að örlitlum hluta þeirra verkefna sem upphafleg markmið þó hljóðuðu um.
Nú á óbeint að fara að styrkja herforingjastjórn í Asíu!
Fyllsta ástæða er til að fram fari ítarleg rannsókn á þessum einkennilegu málum. Landvernd á allt gott skilið og oft hafa ýmsir stjórnmálamenn farið ansi frjálslega með sannleikann gagnvart þessum þverpólitísku samtökum sem eru þó elstu, frjálsu starfandi náttúruverndarsamtökin á Íslandi.
Fyrir nokkrum árum beitti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem þá var formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sér fyrir því að það segði upp aðild sinni að Landvernd vegna einhvers ómerkilegs skoðanaágreinings. Þá sagði Landsvirkjun sig úr Landvernd af því að umhverfisstefna Landverndar fór ekki saman við virkjanastefnu Landsvirkjunar. Reynt hefur með öllum tiltækum ráðum að þagga niður í þessum samtökum, m.a. með því að grafa undan fjárhag þeirra og trausti meðal almennings.
Það er vandlifað í lýðræðisríkinu Íslandi þar sem fullt skoðunarfrelsi og tjáningarfrelsi er þó viðurkennt og staðfest í stjórnarskrá. En það er kannski að sumu leyti meir á orði en borði.
Takmarkið er að Landvernd endurheimti Pokasjóðinn til að efla starf sitt!
Þýfi ber að skila til baka þó seint sé!
Mosi
Pokasjóður styrkir fórnarlömb í Búrma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 243383
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver einasta króna sem fer héðan til "hjálparstarfa" erlendis er STOLIN frá þeim þurfa hjálp hér heima. ALLT þetta sýndarmennskuhjálparstarfsbull er ógeðsleg hræsni og ætti ekki að þekkjast.Er virkilega erfiðara að rétta samborgara sínum hjálparhönd, en að hjálpa fólki út í heimi??? Meðan hér er úr nógu að velja þegar kemur að neyð,kemur okkur ekkert við hversu margir drepast annarstaðar. Hvað! Finnst ykkur þetta hart? Segðu það einstæðri móður á götunni, geðveikum einstaklingi sem hvergi fær hjálp,segðu það barni sem elst upp við rugl og ofbeldi og horfir á öll "vesalings börnin" ættleidd frá útlöndum. HRÆSNI OG AFTUR HELVÍTIS HRÆSNI.
Haraldur Davíðsson, 8.5.2008 kl. 16:05
Nú kemur í ljós að herinn í Burma vill hjálpargögnin en ekkert eftirlit og enga erlenda umsjón! Þarf að velkjast meir í vafa um hvað þessir herramenn hugsa? Hjálp á með öðrum orðum aðeins að veita þeim sem vilja hafa þessa herforingja áfram við völd, aðrir mega deyja drottni sínum. Er þetta það sem við Vesturlandabúar viljum?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.5.2008 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.