6.5.2008 | 18:59
Eyðilegging gróðurs í höndum óvita
Fyrir framan mig er ljósrit úr Morgunblaðinu sem einn mætur maður sendi mér. Heilsíða úr Morgunblaðinu 14. apríl : Einstigi eða mótorhjólaslóði? eftir Rúnar Pálmason blaðamann. Þarna eru viðhorf og sjónarmið þeirra sem vilja opna ný athafnasvæði fyrir torfæruhjól. Haft er viðtal við tvo sporgöngumenn þessara samtaka þá Gunnar Bjarnason og Jakob Þór Guðbjartsson. Þeir segja skilmerkilega frá þeirri skemmtun þeirra að vaða um náttúruna og finna tilfinninguna að allt rýkur bókstaflega upp: Benda þeir á að torfæruhjólamenn vilji aka eftir erfiðum vegum og torleiðum, í ósnortinni náttúru [einkennt: Mosi], gjarnan eftir einstigi sem oft er bara eitt hjólfar, en séu hvorki að leita eftir drullu, eins og sumir vilja halda. Í aukagrein er fyrirsögnin: Mosfellsheiði og Sandvík tilvalin svæði.
Greinilegt er að kröfurnar eru settar nokkuð hátt. Undarlegt er að virtur fjölmiðill á borð við Morgunblaðið birti svona sjónarmið án nokkurra athugasemda.
Landnýting af þessu tagi rúmast engan veginn í landi þar sem gríðarmikil eyðing gróðurs hefur orðið og óhemjufjármagni hefur verið varið til í þeirri viðleitni að stöðva gróðureyðingu. Hugmyndir þessara manna er að eyðileggja fornar götur,troðninga og vegi sem sumir kunna að njóta verndar laga um fornminjavernd. Engu sem er eldra en 100 ára má spilla. Skyldu menn á þeysireið í utanvegaakstri gera sér nokkra grein fyrir slíku?
Innflutningur af þessum leiktækjum fyrir þessa umhverfisspilla hefur verið óheft á undanförnum árum. Yfirleitt hafa þeir sem aðhyllast þessa lífstefnu að þeysast eftirlitslaust um óbyggðir með aksturslagi sem ekki er heimilt að landslögum enda akstur utan viðurkenndra vega ekki heimill.
Þessi tómstund sem eyrir engu á hvorki neinn lagalegan né siðfræðilegan rétt til að darka niður landið. Aðrir sem leið eiga um óbyggðir landsins. Í raun eru þeir í hliðstæðu hlutverki og brennuvargarnir sem eyra engu með fikti sínu þó svo þeir eyðileggja áratuga sjálfboðaliðastarf við að bæta gróðurfar og umhverfi sitt.
Og þegar næst til þeirra, þá bera þeir fyrir sig að þeir ætluðu aldrei að gera þetta. Brennuvargar ættu aldrei að hafa tækifæri að hafa eldspýtur eða önnur eldfæri undir höndum. Þeir sem ekki kunna að bera virðingu hvorki fyrir viðkvæmu gróðurfari landsins né þeim sem vilja sjá einhverja breytingu til betri vegar í þessum efnum.
Kannski að mjögrík ástæða sé til að leggja á hátt umhverfisgjald á innflutning og notkun þessara umdeildu ökutækja. Setja þarf skýrar reglur um hvar og hvernig megi nota þau en það er alfariðá valdi sveitarfélaga og landeigenda.
Mosi
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Er innilega sammála gagnrýni þinni á vélhjólaakstur um heiðar og hraun. Á Mosfellsheiði aka menn í gömlu þjóðleiðunum sem eru, jú, merkilegar fornleifar, bannað er með lögum að raska fornminjum. Náttúruníðingarnir marka alltaf dýpri og dýpri spor í heiðarnar okkar og er sárt að horfa upp á slíkt aukast með hverju árinu.
Kveðja,
Sesselja Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:20
Sæl Sesselja
Bestu þakkir. Þessar gömlu þjóðleiðir eiga að njóta verndar laga um fornleifavernd en oft hefur gömlum þjóðleiðum verið spillt.
Fyrir um áratug fór gönguhópur undir leiðsögn Þórs Vigfússonar frá Stíflisdal við Kjósarskarð og gekk yfir Kjálká og eftir meintum gömlum flutningavegi frá miðöldum áleiðis til Þingvalla. Þessi gamli vegur var notaður til að flytja einkum þungaflutning frá Hvaleyri og Maríuhöfn í Hvalfirði og austur á Þingvöll og hafði þann kost að vera laus við stór vatnsföll, aðeins Laxá og Kjálká eru á leið þessari.
Nokkrum vikum áður en gönguhópurinn fór þarna um, höfðu hestamenn látið ýtu breikka slóðina!!!! Á nokkrum stöðum mátti greina fallnar og fornar vörður og þegar vel var að gáð jafnvel hleslur. Þessu hafði öllu verið spillt! Að sjálfsögðu átti eg þátt í að kæra ruðning þessarar fornu leiðar og tók Agnes Stefánsdóttir fornleifafræðingur að sér málið. Eigi veit eg hvað kom út úr því en forsvarsmenn hestamannafélagsins sem átti hlut að máli virtist ekki vera kunnugt um að þessi „vegaspotti“ eins og þeir nefndu veginn, nyti verndar laga um fornleifar. Ætli þessir vélhjólamenn bera ekki fyrir sig sömu afsökun þegar öllu hefur verið spillt?
Nú vestur í Blikastaðanesinu lagði sama hestamannafélag reiðleið yfir svonefnd „Gerði“, rústir frá miðöldum vestast í Mosfellsbænum með því að aka möl í örmjóa fjárgötu. Þeir báru fyrir sig að þarna væri reiðleið en engum heilvita manni hefði dottið í hug að taka á sig krók út á nesið en þjóðleiðin var yfir svonefnt Ferðamannavað skammt ofan við göngubrúna neðarlega á Úlfarsá (sem nefnist ekki Korpúlfstaðaá eða Korpa fremur en Blikastaðaá, nýnefni frá dögum Thors Jensens). Þessa framkvæmd kærði eg einnig og var Kristni Magnússyni fornleifafræðing falið að rannsaka meint mistök. Mölin var að mestu fjarlægð og ný reiðleið lögð framhjá rúsunum.
Því miður erum við Íslendingar ákaflega sinnulausir um verndun fornra mannvirkja og er það okkur til mikils vansa.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2008 kl. 08:35
Sæl Sesselja
Bestu þakkir. Þessar gömlu þjóðleiðir eiga að njóta verndar laga um fornleifavernd en oft hefur gömlum þjóðleiðum verið spillt.
Fyrir um áratug fór gönguhópur undir leiðsögn Þórs Vigfússonar frá Stíflisdal við Kjósarskarð og gekk yfir Kjálká og eftir meintum gömlum flutningavegi frá miðöldum áleiðis til Þingvalla. Þessi gamli vegur var notaður til að flytja einkum þungaflutning frá Hvaleyri og Maríuhöfn í Hvalfirði og austur á Þingvöll. Þessi leið hafði þann augljósa kost að vera laus við stór vatnsföll, aðeins Laxá og Kjálká eru á leið þessari sem er jafnvel töluvert styttri en frá Eyrarbakka.
Nokkrum vikum áður en gönguhópurinn fór þarna um, hafði hestamannafélag látið ýtu breikka slóðina!!!! Á nokkrum stöðum mátti greina fallnar og fornar vörður og þegar vel var að gáð jafnvel hleðslur. Þessu hafði öllu verið meira og minna spillt og gömlu reiðgöturnar voru horfnar með öllu!
Að sjálfsögðu átti eg þátt í að kæra ruðning þessarar fornu leiðar og tók Agnes Stefánsdóttir fornleifafræðingur að sér málið. Eigi veit eg hvað kom út úr því en forsvarsmenn hestamannafélagsins sem átti hlut að máli virtist ekki vera kunnugt um að þessi „vegaspotti“ eins og þeir nefndu gamla veginn, nyti verndar laga um fornleifar. Ætli þessir vélhjólamenn bera ekki fyrir sig sömu afsökun og rökleysu þegar gömlum leiðum og vörðum á Mosfellsheiði hefur verið spillt?
Nú vestur í Blikastaðanesinu lagði sama hestamannafélag reiðleið yfir svonefnd „Gerði“, rústir frá miðöldum vestast í Mosfellsbænum með því að aka möl í örmjóa fjárgötu. Þeir báru fyrir sig að þarna væri reiðleið en engum heilvita manni hefði dottið í hug að taka á sig krók út á nesið en þjóðleiðin var yfir svonefnt Ferðamannavað skammt ofan við göngubrúna neðarlega á Úlfarsá (sem nefnist ekki Korpúlfstaðaá eða Korpa fremur en Blikastaðaá, nýnefni frá dögum Thors Jensens). Þessa framkvæmd kærði eg einnig og var Kristni Magnússyni fornleifafræðing falið að rannsaka meint mistök. Mölin var að mestu fjarlægð og ný reiðleið lögð framhjá rúsunum. Um þær má lesa í Árbók Hins íslenska fornleifafélag, 1982 minnir mig.
Því miður erum við Íslendingar ákaflega sinnulausir um verndun fornra mannvirkja og er það okkur til mjög mikils vansa. Gamlar minjar eru því miður ekki allt of margar í þessu fámenna landi og mikill skaði þegar einhver þeirra er spillt í hugsunarleysi.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2008 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.