Fyrir langt löngu

Fyrir langt löngu var Mosi í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Það var í árdaga þess skóla. Þá var ekki auðvelt að fá sumarvinnu fyrir unga menntskælinga enda gekk þá erfiðir tímar eftir að síldin hafði verið ofveidd og síldarauðurinn hvarf. Þessi sumur var Mosi að vinna í Garðyrkjunni hjá Reykjavíkurborg eins og það hét og var það fremur illa launuð vinna og þætti ekki boðleg menntskælingum nú til dag.

Eitt sumarið starfaði Mosi undir verkstjórn Sveinbjarnar garðyrkjumanns fremur lágvaxins manns en hann var mikill mannkostamaður. Við höfðum aðstöðu í bakhúsi við Fríkirkjuveg 11 sem voru upphaflega hesthús og geymslur Thorsarana. Þarna var innrétt mjög notaleg og vinaleg. Við unnum létt verkamannastörf í miðbænum, Hljómskálagarðinum og auðvitað Hallargarðinum. Fyrst var undirbúið fyrir að planta sumarblómum og síðan var verið að lagfæra sitt hvað sem betur þurfti að fara. Stígarnir um Hljómskálagarðinn voru teknir í gegn þetta sumar.

Það var á þessum árum sem Þórbergur var enn á fullu í sínum göngupraxís. Hann birtist alltaf á sama tíma og hefði verið unnt að stilla klukkuna eftir honum.

Þetta var eitt skemmtilegasta sumarið í garðyrkjuvinnunni. Þarna voru ýmist annað ungt fólk sem sumt urðu þekktir borgarar. Þarna voru skemmtilegir bræður synir eins af þessum lítillátu prófessorum í Háskólanum sem lítið vilja láta á sér bera í lífinu. Ætli það sé ekki nóg af þeim sem vilja bera mikið á sér. Það var því margt lærdómsríkt þetta sólríka sumar meðal góðra vinnufélaga.

Mosi 


mbl.is Vekja athygli á fornminjum í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband