4.5.2008 | 16:24
Aðalfundur Landverndar
Í gær var haldinn í Norræna húsinu aðalfundur Landverndar sem eru elstu starfandi náttúruverndarsamtök á Íslandi. Þessi samtök eiga mun betra skilið en sumir stjórnmálamenn vilja. Þau eru þverpólitísk og aldrei er rætt beint um stjórnmál þar nema á mjög ákveðnum umhverfis- og náttúrurfræðilegum forsendum. Fyrir allnokkrum árum beitti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrum borgarstjóri í Reykjavík sér fyrir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga að þau sögðu sig úr Landvernd. Þetta var mikil yfirsjón því sveitarfélag þurfa að vinna sem nánast með fagsamtökum á borð við Landvernd. Einnig sagði Landsvirkjun sig úr Landvernd fyrir nokkru sökum þess að stjórnendum þess fyrirtækis líkaði ekki niðurstöður sem stjórn Landverndar hafði komist að varðandi virkjanir. Og fyrir nokkrum árum var Pokasjóðnum sem Þorleifur Einarsson heitinn jarðfræðingur átti mikinn þátt í að koma á fót og gaf Landvernd þessa hugmynd til að efla tekjustofna Landverndar. Þessum mikilvæga sjóði var bókstaflega rænt og stofnaður nýr sjóður með mjög flatneskjulegri markmið. Svona blasir heimurinn við gagnvart náttúruverndarsamtökum á Íslandi.
Á fundinum í gær flutti Stefán Arnórsson jarðfræðingur og prófessor athyglisvert erindi um jarðhitanýtingu á Íslandi. Hann er varkár vísindamaður sem vill fara sér hægt um þessar gleðinnar dyr. Hann færði mjög skýr rök fyrir því afyllsta ástæða er að óttast að unnt sé að eyðileggja jarðhitakerfin með ofnýtingu. Með því að dæla gufu og vatni úr jörðinni getur það valdið meiri kólnun á jarðlögum í berggrunninum en æskilegt sé. Það gæti leitt til afdrifaríkrar afleiðingar. Má t.d. geta þess að áður en virkjun Nesjavalla hófst, var jarðhitasvæðin í Mosfellssveit ofnýtt. Sífellt þurfti að sækja heita vatnið dýpra í jarðlögin, yfirborðshitinn hvarf og við blasti nánast hrun.
Þegar um forða náttúrunnar er að ræða þá ber ætíð að fara ekki of geyst. Við minnunmst þess að sumum hvalategundum var nánast útrýmt um aldamótin 1900, síldin var vegna ófveiði nær útdauð. Það er því fyllsta ásæða að fara varlega og taka ákvarðanir með mjög góðum undirbúningi.
Þessi aðalfundur var að mörgu leyti ágætur þó flest einkenni nokkurn samdrátt vegna þess að tekjustofnar hafa reynst ótryggir. Ýmsar góðar ályktanir voru lagðar fram en betur hefði verið að undirbúa orðalagslega sumar þeirra. Oft vill brenna við að ályktanir séu túlkaðar nokkuð neikvætt en svo á ekki að vera. Fremur ber að benda á hlutverk Landverndar að halda uppi faglegri gagnrýni á þjóðmál sem tengjast náttúru og umhverfi landsins.
Mosi
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.