Aðalfundur Landverndar

Í gær var haldinn í Norræna húsinu aðalfundur Landverndar sem eru elstu starfandi náttúruverndarsamtök á Íslandi. Þessi samtök eiga mun betra skilið en sumir stjórnmálamenn vilja. Þau eru þverpólitísk og aldrei er rætt beint um stjórnmál þar nema á mjög ákveðnum umhverfis- og náttúrurfræðilegum forsendum. Fyrir allnokkrum árum beitti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrum borgarstjóri í Reykjavík sér fyrir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga að þau sögðu sig úr Landvernd. Þetta var mikil yfirsjón því sveitarfélag þurfa að vinna sem nánast með fagsamtökum á borð við Landvernd. Einnig sagði Landsvirkjun sig úr Landvernd fyrir nokkru sökum þess að stjórnendum þess fyrirtækis líkaði ekki niðurstöður sem stjórn Landverndar hafði komist að varðandi virkjanir. Og fyrir nokkrum árum var „Pokasjóðnum“ sem Þorleifur Einarsson heitinn jarðfræðingur átti mikinn þátt í að koma á fót og gaf Landvernd þessa hugmynd til að efla tekjustofna Landverndar. Þessum mikilvæga sjóði var bókstaflega „rænt“ og stofnaður nýr sjóður með mjög flatneskjulegri markmið.  Svona blasir heimurinn við gagnvart náttúruverndarsamtökum á Íslandi.

Á fundinum í gær flutti Stefán Arnórsson jarðfræðingur og prófessor athyglisvert erindi um jarðhitanýtingu á Íslandi. Hann er varkár vísindamaður sem vill fara sér hægt um þessar gleðinnar dyr. Hann færði mjög skýr rök fyrir því afyllsta ástæða er að óttast að unnt sé að eyðileggja jarðhitakerfin með ofnýtingu. Með því að dæla gufu og vatni úr jörðinni getur það valdið meiri kólnun á jarðlögum í berggrunninum en æskilegt sé. Það gæti leitt til afdrifaríkrar afleiðingar. Má t.d. geta þess að áður en virkjun Nesjavalla hófst, var jarðhitasvæðin í Mosfellssveit ofnýtt. Sífellt þurfti að sækja heita vatnið dýpra í jarðlögin, yfirborðshitinn hvarf og við blasti nánast hrun.

Þegar um forða náttúrunnar er að ræða þá ber ætíð að fara ekki of geyst. Við minnunmst þess að sumum hvalategundum var nánast útrýmt um aldamótin 1900, síldin var vegna ófveiði nær útdauð. Það er því fyllsta ásæða að fara varlega og taka ákvarðanir með mjög góðum undirbúningi.

Þessi aðalfundur var að mörgu leyti ágætur þó flest einkenni nokkurn samdrátt vegna þess að tekjustofnar hafa reynst ótryggir. Ýmsar góðar ályktanir voru lagðar fram en betur hefði verið að undirbúa orðalagslega sumar þeirra. Oft vill brenna við að ályktanir séu túlkaðar nokkuð neikvætt en svo á ekki að vera. Fremur ber að benda á hlutverk Landverndar að halda uppi faglegri gagnrýni á þjóðmál sem tengjast náttúru og umhverfi landsins.

Mosi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband