3.5.2008 | 08:26
Nagladekkin á Laugaveginum
Í gær gekk Mosi eftir Laugaveginum. Þó komið væri fram í maí voru ótrúlega margir á nagladekkjum þó ekki sé heimilt að aka á þeim eftir 15. apríl. Þarna kom t.d. stór kolsvartur gljánýr skúffubíll, og auðvitað á nagladekkjum að glumdi um allt norðanvert Skólavörðuholtið! Bifreið þessari ók lúshægt maður u.þ.b. 35-40 ára og brosti sínu breiðasta mót ungum konum með gluggan niðri með háværa diskótónlist. Sennilega eyðir svona bifreið ekki minna en 15 lítum á hundraðið, dágóður skildingur það. Sá sem getur rekið svona ferlíki í bæjarsnatt ætti að hafa efni á að greiða umhverfisgjald fyrir þá mengandi starfsemi sem notkun bifreiðarinnar veldur. Á Laugaveginum er sennilega eitt besta tækifærið að sjá hve dekkjanaglar eru skaðlegir. Komin er djúp renna og hvet eg borgaryfirvöld að hefja reglubundnar mælingar á sliti gatna. Ekki þarf flókinn búnað til mælinga: aðeins réttskeið (beint timburborð) og tommustokk. Og þarna væri mjög gott tækifæri fyrir lögregluna að koma lögum yfir þá sem brjóta af sér með þessu háttarlagi.
Mér datt í hug að staldra aðeins við og fylgjast betur með þeim sem enn aka á nagladekkjunum. Athygli mína vakti hve konur eru í áberandi miklum meirihluta þeirra ökumanna sem enn aka á nöglum. Sennilega um 75-80% ökumanna á nagladekkjunum voru konur á ferð. Hvers vegna skyldi svo vera? Gæti verið að þær séu einfaldlega allt of latar að láta skipta yfir á sumardekk ef þær gera þetta ekki sjálfar. Kannski nýskildar eða illa giftar. Nú vill Mosi taka fram að þessi könnun var hvorki nákvæm né mjög vísindaleg. En ályktun má auðvitað draga af þessari könnun, hvort sem niðurstaðan er rétt eða röng. Fróðlegt væri að að láta gera ítarlega og vísindalega könnun á þessu fyrirbæri: er naglanotkun Íslendinga hófleg eða gjörsamlega út í hött?
Hvað eru annars allir þessir ökumenn að aka í byrjun maí að hugsa þegar þeir aka um höfuðborgarsæðið á nagladekkjum? Í Reykjavík hefur ekki verið þörf á nagladekkjum síðan um páska eða jafnvel í febrúar eða byrjun mars. Mosi hefur grófa hjólbarða undir sínum gamla bíl sem senn er kominn á fermingaraldur. Og kemst allt sem hann ætlar sér en þó með þeirri fyrirhyggju að leggja ekki af stað ef í óefni stefnir. Nú á dögum hækkandi eldsneytisverðs er mikið kæruleysi að aka um á nagladekkjum. Eyðslan verður umtalsverð meiri og nagladekkin veita mörgum falska öryggiskennd.
Þá er gott að aka með strætisvagni eða ganga og hjóla styttri vegalengdir sem öllum ætti að vera mjög hollt, bætir geð og heilsu.
Þá er ein hliðin á þessu máli: nagladekkin valda svifryki og það er ekki það æskilegasta sem gangandi vegfarandi fær í öndunarfærin. Þá hljóta búðareigendur við Laugaveg að finna fyrir óþarflega miklum óhreinindum sem berst inn í búðirnar.
Mosi
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðustu daga hefur verið hálka á fjallvegum, svo sem á Holtavörðuheiði og á vegum á Vestfjörðum. Einnig hálka víða Norðanlands og jafnvel ófærð innan bæja hvað þá á fjallvegum norðan- og austanlands.
Það er svo að stór hluti íslendinga fer aldrei út fyrir Reykjavíkursvæðið og veit ekkert hvað gerist þar. En sumir þurfa og jafnvel vilja gjarnan fara milli landshluta og þeir hreinlega þurfa þessi bannsettu rykvaldandi og lífsbjargandi nagladekk.
Jón Halldór Guðmundsson, 3.5.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.