3.5.2008 | 08:02
Virðingarleysið
Fullir ökufantar
Svona bíræfna karla þyrfti lögreglan að ná í. Að fara fullir á fjöll er lítið skárra en leggja fullur út í eyðimörkina. Hvort tveggja stórhættulegt. Þetta eru þokkapiltar sem kunna sér ekkert hóf og sleppa sér alveg lausum þegar áfengi eða önnur víma kemur við sögu. Hvers vegna eru margir sér til skammar?
Það er lítil virðing borin fyrir þeirri starfsemi sem Ferðafélag Íslands beitir sér fyrir. Ekki er nóg að margir ferðamenn hunsi að greiða skálagjald heldur er verið að stórskemma hús. Og hvernig skyldu þessir sömu fantar haga sér í umferðinni? Og hvernig er önnur umgengni á hálendinu?
Fyrir nokkrum árum kom eg í Landmannalaugar með ferðahóp erlendra ferðamanna. Þetta var um 20. júní, nýbúið var að opna leiðina inn eftir. Þegar í Laugar var komið blasti herlegheit þeirra sem líta á þennan fagra stað eins og miðbæinn í Reykjavík um helgar: víða mátti sjá tómar eða hálftómar bjórdósir, flöskur út um allt ýmist heilar eða brotnar, drasl af ýmsu tagi en öllu verst var að sjá leifar af ýmsum blysum og þá sérstaklega þessum viðurstyggilegu kökum. Nú er ekki gott að fá þessa efnamengun í jarðveginn þó e-ð af henni skolast í burtu. Þarna er gróður mjög viðkvæmur og hann er fljótur að þoka ef honum er ekki sýnd sú tillitsemi sem þörf er. Satt best að segja langaði mig til að kalla alla í rútuna og aka til baka. Það var íslenskur leiðsögumaður og bílsstjóri sem voru virkilega reiðir út í þessa íslensku landa sína sem þarna höfðu látið allt liggja í drasli. Það er áleitin spurning hvort ekki þurfi annað hvort að stórefla eftirlit, taka jafnvel upp hátt vetrargjald og hafa þarna mannskap þegar nauðsyn ber til eftirlits. Að öðrum kosti væri kannski rétt að loka þessu friðlandi.
Það er alvarlegt hve lítil virðing virðist vera borin fyrir náttúrunni og þeirri starfsemi sem margir leggja á sig í sjálfboðaliðavinnu. Við horfðum upp á áratuga skógrækt vera eyðilögð nærri Hafnarfirði af einhverjum brennuvörgum sem fengu hjá sér þörf að eyðileggja. Og þarf ekki alltaf einstaklinga til. Hvað var með t.d. skógarhöggið á vegum bæjarstjórans í Kópavogi í leyfisleysi uppi í Heiðmörk? Það er allt mjög einkennilegt mál.
Mosi
Drukknir ökumenn skemmdu hús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.