22.4.2008 | 11:43
Gott og vel, - en...
Íslendingar hafa verið iðnir við að virkja náttúruöflin og er það ágætt. En við verðum að gæta þess að detta ekki í þá gryfju að vera að flýta okkur um of. Virkjanir hafa áhrif hvort sem eru vatnsaflsvirkjanir eða gufuaflsvirkjanir. Kostir þeirra síðarnefndu eru margir t.d. að ekki þurfi að eyðileggja fossa, flytja til vatnsföll og byggja stíflur sem eru eins og svöðusár í landslaginu.
Gufuaflið hefur þann ókost að ýmsar lofttegundir losna úr iðrum jarðar sem betur væria að vera án en hafa. Þar er brennisteinssambönd ýms sem valda ýmsu tjóni á náttúrunni en þó er ofnæmi og óþægindi vegna öndunar það sem einna verst er. Nú telja þeir Orkuveitumenn að þeir hafi dottið niður á aðferð sem verður notuð við Bitruvirkjun. Af hverju ekki að taka þessa nýju tækni nú þegar í notkun í núverandi Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun? Auka mætti hagkvæmni með því að fá sem fyrst reynslu af þessari nýju tækni.
Þá þarf að leggja meiri áherslu á að grafa háspennulínur niður. Þær eru skelfileg lýti á landslaginu. Hvar eru allir þessir vandlætingjar sem hafa skógrækt á hornum sér? Aldrei gagnrýna þeir háspennulínurnar og valda þær mun meiri sjónrænni mengun en skógræktin sem fellur vel að landslagi sem háspennulínurnar gera ekki.
Orka fer hækkandi og sennilega verður meiri þrýstingur á Íslendinga að opna fyrir meiri stóriðju en þegar er fyrir í landinu. Því miður hafa Íslendingar sýnt af sér dæmalaust að leggja ekki skatt á mengandi starfsemi hvort sem er álbræðslur og önnur stóriðja. Þá þarf að leggja umhverfisskatt á innflutta brennanlega orku en draga úr öðrum gjöldum á móti. Þá fjármuni sem innheimtir væru í gegnum umhverfisskatt mætti nýta til að þróa aðferðir að auka innlenda orku sem og að binda koltvísýring og aðrar skaðlegar lofttegundir t.d. með skógrækt í fjallshlíðum og þar sem þessi landnýting keppir ekki við aðra tegund landnýtingar, t.d. kornrækt og túnrækt.
Mosi
Segja hveralykt frá væntanlegum virkjunum hverfandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér með að það verður að hefta brennisteinsmengunina. Hinsvegar er margt sem bendir til þess að niðurgröftur á háspennulínum valdi mun meira raski og umhverfisspjöllum en háspennulínurnar, þótt þær séu ljótar eins og þær eru.
Einar S. (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:27
Er ekki sjálfsagt að rannsaka fyrst hvar háspennulínur séu grafnar niður rétt eins og hver önnur mannvirki?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 22.4.2008 kl. 13:30
"Þar sem enginn skítur er, þar er engin skítalykt." (Akureyrskur málsháttur.)
Þorsteinn Briem, 23.4.2008 kl. 04:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.