Gott og vel, - en...

Íslendingar hafa verið iðnir við að virkja náttúruöflin og er það ágætt. En við verðum að gæta þess að detta ekki í þá gryfju að vera að flýta okkur um of. Virkjanir hafa áhrif hvort sem eru vatnsaflsvirkjanir eða gufuaflsvirkjanir. Kostir þeirra síðarnefndu eru margir t.d. að ekki þurfi að eyðileggja fossa, flytja til vatnsföll og byggja stíflur sem eru eins og svöðusár í landslaginu.

Gufuaflið hefur þann ókost að ýmsar lofttegundir losna úr iðrum jarðar sem betur væria að vera án en hafa. Þar er brennisteinssambönd ýms sem valda ýmsu tjóni á náttúrunni en þó er ofnæmi og óþægindi vegna öndunar það sem einna verst er. Nú telja þeir Orkuveitumenn að þeir hafi dottið niður á aðferð sem verður notuð við Bitruvirkjun. Af hverju ekki að taka þessa nýju tækni nú þegar í notkun í núverandi Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun? Auka mætti hagkvæmni með því að fá sem fyrst reynslu af þessari nýju tækni.

Þá þarf að leggja meiri áherslu á að grafa háspennulínur niður. Þær eru skelfileg lýti á landslaginu. Hvar eru allir þessir vandlætingjar sem hafa skógrækt á hornum sér? Aldrei gagnrýna þeir háspennulínurnar og valda þær mun meiri sjónrænni mengun en skógræktin sem fellur vel að landslagi sem háspennulínurnar gera ekki.

Orka fer hækkandi og sennilega verður meiri þrýstingur á Íslendinga að opna fyrir meiri stóriðju en þegar er fyrir í landinu. Því miður hafa Íslendingar sýnt af sér dæmalaust að leggja ekki skatt á mengandi starfsemi hvort sem er álbræðslur og önnur stóriðja. Þá þarf að leggja umhverfisskatt á innflutta brennanlega orku en draga úr öðrum gjöldum á móti. Þá fjármuni sem innheimtir væru í gegnum umhverfisskatt mætti nýta til að þróa aðferðir að auka innlenda orku sem og að binda koltvísýring og aðrar skaðlegar lofttegundir t.d. með skógrækt í fjallshlíðum og þar sem þessi landnýting keppir ekki við aðra tegund landnýtingar, t.d. kornrækt og túnrækt.

Mosi

 


mbl.is Segja hveralykt frá væntanlegum virkjunum hverfandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér með að það verður að hefta brennisteinsmengunina. Hinsvegar er margt sem bendir til þess að niðurgröftur á háspennulínum valdi mun meira raski og umhverfisspjöllum en háspennulínurnar, þótt þær séu ljótar eins og þær eru.

Einar S. (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er ekki sjálfsagt að rannsaka fyrst hvar háspennulínur séu grafnar niður rétt eins og hver önnur mannvirki?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.4.2008 kl. 13:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þar sem enginn skítur er, þar er engin skítalykt." (Akureyrskur málsháttur.)

Þorsteinn Briem, 23.4.2008 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband