Eðlileg niðurstaða

Stóriðjan hefur lengi notið mjög góðra samninga um orkuverð. Þegar forsendur samnings um afhendingu á viðbótarmagni raforku er brostinn þá er eðlilegt að gildi slíks samnings er ekki fyrir hendi.

Það vantar því í fréttina nánari útlistan á stöðu þessa máls. Hvað var samið um? Skuldbatt Orkuveitan sig til að afhenda án fyrirvara raforkuna en ef einhverjir fyrirvarar hafa verið á samningnum tóku þeir þá til þeirrar óvissu sem tengd var ákvörðun Hafnfirðinga?

Ljóst er að Hafnfirðingar höfðu síðasta orðið hvort þeir féllust á verulega stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Á sínum tíma þegar byggð í Hafnarfirði var fremur lítil, var þetta sennilega rétt stefna. En nú hafa forsendur gjörbreyst. Álbræðslan er verulegur hemill á annarri landnýtingu sem er e.t.v. hagkvæmari en sú sem fyrir er. Því væri mikið óráð að auka það landsvæði meira en orðið er.

Kapp er best með forsjá. Því miður hafa stjórnvöld oft sýnt af sér fullmikla léttúð þegar stóriðjan er annars vegar. Þegar íslensk stjórnvöld hafa viljað fá til sín fremur litlar álbræðslur þá hefur niðurstaðan orðið sú að álbræðslumenn hafa fengið leyfi fyrir mun stærri álbræðslum en upphaflega var lagt upp með. Ástæðan er auðvitað sú mikla hagkvæmni sem fylgir stærri rekstrareiningu og þau óvenjulegu kjör sem íslensk stjórnvöld hafa veitt mengandi álbræðslum. 

Nú er fyllsta ástæða að flýta sér hægt um gleðinnar áldyr. Mengunarkvóti er nánast uppurinn og meðan hann hefur verið gefinn heldur álbræðslufyrirtæki stöðugt að knýja á dyr stjórnvalda. Eina vitræna ráðið er að taka upp sérstakan umhverfisskatt tengdri mengandi starfsemi. Ekki er neitt vit í öðru.

Samningsferli við stóra orkukaupendur er mjög flókið fyrirbæri. Vonandi hafa þeir Orkuveitumenn ekki hlaupið á sig í einhverju bjartsýniskasti á sínum tíma sem því miður virðist vera allt of algengt há Íslendinga. Það væri dapurlegt ef Orkuveita Reykjavíkur verði skaðabótaskyld vegna óafsakanlegrar handvammar við gerð samninga um orkukaup.

Mosi 


mbl.is 200 MW orkusala úr sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband