16.4.2008 | 13:39
Krónan er forngripur
Á Víkingaöld var gangsilfur af ýmsu tagi einn helsti gjaldmiðill. Ýmist var silfur talið, slegnir silfurpeningar, eða það vegið. Einnig tíðkaðist að vöruvoðir, kýr og kindur og jafnvel rostungsbein og ísbjarnarfeldir notar í vöruskiptum en það var almennt sjaldgæft. Á miðöldum voru grunneingarnar fiskar, álnir vaðmáls, kýrverð og vættir en það var þyngdareining þegar um skreið og þorskhausa var að tefla.
Í dag kallar fjármálamarkaðurinn ákaft á að gamla krónan verði látin þoka fyrir evru eða öðrum gjaldmiðli. Fá skynsamleg rök er unnt að færa fyrir því gagnstæða: gamla krónan verður brátt að heyra sögunni til.
Þeir sem vilja halda í krónur geta allt eins fengið þá flugu í höfuðið og haft fiska,vaðmálsalin og þorskhausa sem grunneiningar mín vegna. En öll skynsamleg rök mæla með evrunni og að Íslendingar gangi sem fyrst í Efnahagsbandalag Evrópu. Fyrir almenna neytendur á Íslandi er fátt jafn hagstætt enda myndi verðlag, vextir og sitt hvað fleira verða hagstæðara.
Mosi
„Höfum við efni á því að hafa krónu?“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælir
Jæja, svo þið haldið að evran sé lausnin á öllu fyrir Íslendinga. Þið eruð að tala um einn ofmetnasta gjaldmiðil í heimi. Gjaldmiðill sem er svo ofmetinn að hér í Evrópu er útflutningur að stöðvast frá Evrusvæðinu. Ferðamannaiðnaður hér í Evrópu mun ekki fá mikið af ferðamönnum í sumar því þeir munu fara til USA og t.d. til Íslands í sumar. Það er nefnilega ódýrara. Erlendir aðilar munu minnka fjárfestingar sínar í EU vegna þess að þeir fá svo lítið fyrir peninginn hér í Evrópu vegna þess að gegni evru er allt allt of hátt. Verslun og viðskipti eru að dragast stórkostlega saman.
Nei, það væri nú munur ef ákvörðun um gegni á gjaldmiðli Íslendinga flyttist niður til Brussel. Þá yrði það eina sem íslenska ríkisstjórnin gæti gert til að ná niður verðbólgu þetta hér:
1) Hækkað alla skatta
2) Hækka gjöld og álögur á nánast allt. T.d. tífalda tolla á bifreiðar og ýmsar innfluttar vörur
3) Lækkað allan skattafrádrátt
4) Sett á synda-skatta
5) Sett á extra lúxus skatt á matvæli
6) Óbeint að hækka atvinnuleysi til að draga úr þenslu og stoppa einkaneyslu. Þetta hefur verið vopnið hérna í 30 ár. Löng löng 30 ár með miklu atvinnuleysi sem ennþá er hátt og allra hæst fyrir ungmenni eða um 20-30% og 7-10% fyrir alla aðra.
Þá yrðu nú allir ánægðir. Þetta myndi henta íslensku þjóðarsálinni svakalega vel, eða hitt þó heldur.
Já sendið bara ákvörðunarvaldið niður til þorskhausana? í Brussel. Til ECB sem er einkaseðlabanki fyrir þýska iðnaðinn only, og engra annarra. Restin getur svo lapið dauðann úr þorskhaus frá Íslandi?
Álverð er í USD
Rafmagn er selt í USD
Olía er verðlögð í USD
Já endilega, fremjið bara þessi elliafglöp - þá mun öllum líða vel
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:14
Í tilefni af þessari umræðu þá vil ég minna á að verð á að eldsneyti, bensíni og olía, hefur aldrei verið lægra hlutfall af tímalaunum almennings á vesturlöndum. Á síðustu 40 árum hafa vesturlandabúar aldrei verið eins fljótir að vinna fyrir einum lítra af bensíni á bíla sína. Sama gildir um útgerðina, sem hlutfall af verði fyrir afla seldum á mörkuðum
Þetta er allrar umhugsunar verðugt.
Gunnar Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.