Hafin yfir lög?

Ljóst er að öll mengandi starfsemi virðist vera hafin yfir lög. Fátt eða jafnvel ekkert virðist geta komið í veg fyrir eða alla vega hægt á þessari ógnvænlegu þróun: að setja niður mengandi starfsemi niður á flest krummaskuð á landinu.

Nú var tilgangur álversins fyrir austan að stoppa fólksflutninga þaðan. Eftir gögnum Hagstofunnar hefur þetta ekki gengið eftir og virðist sem þeir séu nú brottfluttir eða á förum sem voru á móti þessum framkvæmdum.

Þegar kapítalið er komið á kreik þá virðist fátt geta stoppað það. Við búum við mjög ófullkomið lagaumhverfi mengandi starfsemi. Víðast hvar í veröldinni er verið að gjörbreyta skattumhverfi stóriðju og teknir upp umhverfisskattar. En nú er komið að vatnaskilum: einungis er unnt að leyfa eitt álver enn og það í minni kantinum því útblástursheimildir Íslendinga eru að verða uppurnar. Þessar heimildir hafa verið gefnar af stjórnvöldum sem sýnt hafa umhverfismálum ótrúlega léttúð og kæruleysi.

Mosi


mbl.is Vill stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband