27.3.2008 | 16:18
Ágengi ríkisvaldsins
Mosfellsheiði er kennt við kirkjustaðinn Mosfell í Mosfellssveit, nú Mosfellsbæ, sem er gamalt kirkjulén frá því fljótlega eftir siðaskipti. Mosfellsbringur og síðar Seljabrekka byggðust út úr Mosfellslandinu en þar voru áður víðlendir birkiskógar. Skömmu eftir miðja 17. öld kemur Brynjólfur Sveinsson byskup í Skálholti að vísitéra Mosfell. Þá sat kirkjulénið sr. Einar Ólafsson sem hefur sjálfsagt verið ósköp vingjarnlegur og góðsamur prestur. Brynjólfur fann mjög að við klerkinn að hann léti afskiptalaust að bændur nytjuðu kirkjulandið á heiðinni án þess að gjald (tollar) væru greiddir. Bændur nytjuðu heiðina bæði til beitar og einnig var selstaða víða. Var þá farið að ganga nokkuð á skóginn þegar þarna var komið sögu. Því miður hvarf skógurinn algjörlega og er hann víðast hvar horfinn um norðanverða heiðina í byrjun 18. aldar þá Árni Magnússon og Páll Vídalín tóku saman jarðabók yfir Kjósarsýslu. Voru þá einungis skógarleifar í landi Elliðakots (Helliskots) sem kóngurinn átti.
Í fréttinni er rætt um Stóra-Mosfellslands. Stóra-Mosfell er mér einungis kunnugt í heimild frá 19. öld en Mosfellsjörðinni er skipt undir lok 17. aldar er sr. Einar er fyrr er nefndur tók sér kapélán (aðstoðarprest) sem hét Pétur Ármannsson. Pétur þessi þótti nokkuð drykkfelldur og fóru ýmsar sögur af honum. Líklega hefur gamla prestinum þótt ami af nærveru Péturs og ekki er ósennilegt að hann hafi látið undan að sr. Pétur fékk Minna-Mosfell í ábúð.
Um miðja 19. öld hófst byggð í Mosfellsbringum rétt ofan við Helgufoss í Köldukvísl, mjög snotur staður að sumri til. Í hvamminum neðan við fossinn eru rústir af mjög gömlu seli sem nefnt hefur verið Helgusel.
Seljabrekka var undanskilin frá Mosfellslandi á 3ja áratugnum. Stóð til að sá bær yrði nefndur Heiðarhvammur en það þótti hreppsstjóranum sem þá var Björn Bjarnarson, afi Sigurðar Heiðars blaðamanns of kuldalegt nafn. Átti hann frumkvæði að nafninu Seljabrekka enda er gamalt sel, Jónssel, skammt innan við bæinn og mun vera mjög fornt.
Skömmu eftir 1930 seldi Ríkissjóður f.h. Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og Mosfellskirkju Mosfellshreppi heiðarlandið. Það er því nokkuð einkennilegt að þetta sama ríkisvald vilji endurheimta með yfirgangi þetta sama land.
Það er góð frétt að héraðsdómur Reykjavíkur skuli hafi dæmt Mosfellsbæ og Seljabrekkubónda sýkna og rétta eigendur að þeim löndum sem krafin voru enda eru engin rök hvorki sanngjörn né lagaleg sem styðja þessar óvægu kröfur ríkisvaldsins. Annars er undarlegt að svo virðist vera til nægt fé að hafa lönd af bændum og sveitarfélögum. Þetta mikla fé þyrfti fremur að nýta betur í þágu samfélagsins en ekki í endalaust lögfræðistappsem skilar engum árangri en skilur eftir því meiri réttaróvissu og óánægju.
Mosi
Mosfellsheiðarland ekki þjóðlenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta kallast þjóðnýting og hefur verið þeim til skammar sem hafa sótt það hvað harðast.
gummih, 27.3.2008 kl. 16:34
Tek undir að þetta er góð frétt en ekki í fyrsta sinn sem ríkið fer fram með kröfur um að land verði skilgreint sem þjóðlenda sem það sjálft hefur selt með viðurkenndu afsali. Það er líka makalaust að þinglýst landamerki skuli ekki fortakslaust standa gagnvart kröfum fjármálaráðuneytisins. Enn eru þessum málum ekki lokið í öllum héruðum en þrátt fyrir ótalin kosningaloforð stjórnmálamanna standa lögin óbreytt.
Erna Bjarnadóttir, 27.3.2008 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.