Tveir heimar

Gleðilegt er að einhvers staðar er til fólk sem sér einhvers staðar glætu í íslensku samfélagi þrátt fyrir lækkandi gengi krónunnar og fallandi gengi hlutabréfa.

Þær eru annars ekki sérlega uppbyggilegar fréttirnar frá Íslandi þar sem ofbeldi virðist verða æ grófara og verra en verið hefur. Fréttir eru af farandverkamönnum búa í gámi í miðbæ Reykjavíkur þar sem engin hreinlætisaðstaða er og þeir skvetta úr hlandkoppum sínum út á götu eins og verstu slömmum erlendis í þróunarlöndunum. Yfirvöld virðast annað hvort vilja ekki hafa neina vitneskju um þetta eða þau eru gjörsamlega vanbúin að glíma við þessi verkefni.

Annars er mjög dapurlegt hve íslenska ríkisstjórnin virðist vera reikul og ráðþrota gagnvart öllum þeim vandræðum sem við Íslendingar standa frammi fyrir. Í stað þess að bretta upp ermarnar og taka til hendinni er ekkert gert. Hvernig myndu blessaðir karlarnir í ríkisstjórninni gera ef þeir væru úti á rúmsjó í opnum hriplekum bát? Myndu þeir reyna að ausa bátinn eða róa lífróður í land? Eða ætli þeir loki bara augunum og biðji guð almáttugan um að bjarga sér?

Það skyldi þó aldrei vera?

Svo virðist sem draumaheimurinn og bitur raunveruleikinn togist á.

Mosi 


mbl.is Segir Ísland afar vel rekið land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband