Skin og skúrir

Nú koma fram margir spámenn og spekingar og þykjast sjá fram að allt sé að fara fjandans til. Sérstaklega eru frændur vorir í Danmörku og Noregi iðnir við þá iðju. Kannski þar kunni að vera landskunn tortryggni gagnvart okkur Íslendingum, kannski öfund hversu úrræðagóð þjóð við erum þegar á hólminn kemur.

Þær efnahagslegu hremmingar sem Íslendingar hafa sogast inn í að undanförnu voru lengi fyrirséðar. Við höfum teflt afar djarft á taflborði viðskiptalífsins, teygt okkur ansi langt og tekið ótrúlega áhættu með lántökum erlendis. Það var lengi varað við að Kárahnjúkavirkjun myndi draga efnahagslíf okkar töluvert niður í öldudalinn þegar framkvæmdum væri lokið en enginn mátti sjá fyrir að það yrði á sama tíma og bandarískir bankar höfðu einnig reist sér hurðarás um öxl. Nú er ríður syndafallið yfir, alþjóðleg efnahagskreppa grassérar yfir heiminum með fullum þunga og ekki er að sjá hvar þetta kunni að enda. Við Íslendingar höfum lifað langt um efni fram og höfum því miður ekki séð að okkur í tíma með forsælni og umfram allt nauðsynlegum sparnaði.

Í góðærinu sem nú er að baki eru því miður margir mjög skuldigir. Ætli margur Íslendigurinn sé ekki í svipuðu skuldafeni og Bjartur í Sumarhúsum lenti í þegar allt í einu varð verðfall á íslenskum útflutningsafurðum? Allt virtist ganga honum í hag, blessað stríðið færði honum auknar tekjur en svo kom fjárhagskreppann og standa þurfti í skilum þó svo tekjurnar hrukku mikið saman. Því miður tókst honum ekki að forðast gjaldþroti og Sumarhús voru slegin hæstbjóðenda á nauðungaruppboði.

Vestfirðingar hafa löngum verið taldir verið afburðasjómenn. Þeir ólust upp við mjög erfiðar aðstæður og hafa snemma þurft að taka sig á.

Mosi ólst upp við þann hugsunarhátt að gefast aldrei upp hversu mikið sem á móti blási. Þá er um að gera að halda ró sinni og halda sem best upp í vindinn meðan unnt væri, eða reyna undanhald og komast í skjól meðan versta veðrið gengi yfir.

Við verðum að vona að þessi óveðursský gangi fljótt yfir, en ef ekki, þá væri öllum hollt að draga  seglin saman sem mest. Leggja fyrir sem unnt er og geta komist sem hagkvæmast yfir þetta áfall.

Eftir hressilega skúr skín sólin í heiði! 

Mosi 


mbl.is Spáir illa fyrir íslenskum bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við sem eldri erum munum þetta á dögum gengisfellinga aftur og aftur stundum um 30% en samt verður eitthvað að gera!!!!/auðvitða að spara ,se það þá eitthvað til eftir þegar nauðþurftum er lokið/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.3.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Öfund? Nei bara ríkistjórnin er handónýtt.

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.3.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband