17.3.2008 | 08:39
Samúð með Tíbet
Gjörvöll heimsbyggðin fylgist gjörla með réttindabaráttu víða um heim. Tíbet hefur því miður verið í nær hálfa öld undir hernaðarhæl kínverska alþýðulýðveldisins. Víða hefur verið mótmælt en litlu hefur miðað áleiðis.
Nú hefur ungur maður fallið fyrir þeirri freistingu að láta verkin tala með því að ata rauðri málningu um tröppur kínverska sendiráðsins. Auðvelt er að skilja ástæður hans. En þetta er satt best að segja ekki á gráu svæði heldur kolsvörtu. Allir verða að bera virðingu fyrir sendiráðum, þau eru hluti af viðkomandi ríki og eiga að njóta fullkominnar verndar þess ríkis þar sem þau starfa. Á þessu byggist gagnkvæmur trúnaður og við viljum ekki að sendiráð okkar í Kína verði fyrir neinum skaða né að starfsfólki þess sé sýnd lítilsvirðing.
Við höfum rétt á að láta skoðanir okkar í ljós framan við erlent sendiráð en bera þarf fyllstu virðingu fyrir diplómatísku starfi. Meðan mótmæli eru friðsöm þá geta þau verið jafn áhrifamikil ef ekki áhrifameiri en að láta verkin tala. Við verðum ætíð að huga að mögulegum afleiðingum af því sem við framkvæmum. Oft er betra heima setið en heiman farið!
Mosi
Hellti rauðri málningu á sendiráðströppur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér með vernd sendiráðanna. En e-ð verðum við að gera, Kínverjar eru búnir að sýna Tíbetum ótúlega mannvonsku s.l. hálfa öld og enginn gerir neitt. Mótmælt hefur verið af minna tilefni. Tibet er ekki hluti af Kína og hefur aldrei verið, þetta er hreint valdarán. Annars eru yfirvöld í þessu stærsta fangelsi heims ekki sérstaklega að skafa af hlutunum og slá ryki í augu heimsins. Það er óskiljanlegt að þeim hafi verið falið að halda Ólympíuleika !
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 09:07
Það má ekki ráðst á sendiráð. Þau eru stofnanir sem greiða fyrir samskiptum. Þá eru mótmælin farin að skaða málstaðinn, myndi ég segja.
Jón Halldór Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 13:05
En fáránleg staðhæfing, eins og sendiráð og ríki ættu að vera siðferðislega stikkfrí. Ég veit ekki hver þessi "við" erum, en ég veit að fyrir mitt leiti þætti mér frábært að einhver myndi þora að skemma sendiráð íslands í kína væru íslensk stjórnvöld að gera sömu hluti og þau kínversku. Við erum að styðja viðbjóðslega ríkisstjórn sem beitir gegndarlausu ofbeldi, mannréttindarbrotum og valdníðslu til þess að halda fólkinu innan landamæra sinna kúguðum. Fólk verður ekki heilagt og ósnertanlegt af því að það fær viðurkenningu frá alþingi um að þar séu á ferð góð og gild stjórnvöld.
Enginn starfsmaður var meiddur og þessi máling er nú ekki mikill skaði, hún verður farinn á morgun ef hún er það ekki nú þegar. Þessi mótmæli Janiks þjónuðu greinilega fyrst of fremst siðferðislegum tilgangi og gerðu það vel.
Friðsöm mótmæli er fín, en það þarf blindu til að sjá ekki að stærstu frelsis og mannréttindar sigrar síðustu aldar voru unnir með beinum aðgerðum. Þar sem fólk hafði þor til að hlusta á eigin samvisku og siðferðiskend en ekki kreddukendan lagapostula.
almar (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 13:22
„Við“ erum auðvitað alþýðan í landinu sem auðvitað á að láta meira til sín taka.
Dropinn holar steininn og smám saman dofnar máttur þeirrar ísköldu járnhandar sem virðist hafa allt í greipum sínum. Hvernig var með kommúnistmann sem var orðinn ótrúlega holur að innan þó svo að múrarnir virtust vera svo rammefldir og traustir. Meðan vonin og samúðin með Tíbet er til þá getur ekkert gert því það illt að það skaðist, nema um stund. Kommúnisminn í Kína er ekki eilífur. Meðan hann er holur að innan þá er ekki von á öðru en að hann hrynji skyndilega saman, rétt eins og sá sovéski.
Það sem gerir málið mjög flókið er að Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur tekið upp takmarkaðan kapítalisma sem vissulega tefur útgáfu dánarvottorðsins. Kommúnisminn getur svo sem verið ágætur svo langt sem hann nær en meðan hann er framkvæmdur af valdaglöðum mönnum sem hugsa fyrst og fremst að skara að eigin hag og nota kommúnismann til at styrkja völd sín, þá er hann verri en nokkuð annað stjórnkerfi.
En verður ekki að vona það besta? Kannski kapítalisminn í Kína nái að éta sig inn í gegnum kommúnismann og aukinn markaðsbúskapur nái að hreiðra um sig í kínversku samfélagi. Þá verður ljóst að ekki verður þess virði að halda völdum í Tíbet, þessu háfjallalandi því það hlýtur að vera mjög kosntaðarsamt að halda uppi kommúnistískri stjórn þar í trássi við landsbúa sem kæra sig ekki um slíkt fyrirkomulag.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2008 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.