Breyttir tímar

Sú var tíðin að fólk lagði til hliðar það sem sparaðist, til mögru áranna. Kalvín siðbótamaður kenndi að fólk ætti að vera sparsamt, vinnusamt og stunda góða siði. Nú er þessu öllu snúið við: Nútíminn kallar á eyðslusemi, leti og kæruleysi bæði fyrir eigin efnahag og eignum annarra. Nú er varla farið í verslun þar sem ýmsir nytjahlutir eru seldir t.d. farsímar að ekki sé boðið upp á raðgreislur, jafnvel þó hluturinn kosti einungis örfá þúsund krónur.

Í barnæsku Mosa voru viðhafðir þeir siðir sem rekja má til Kalvíns og Lúters og sennilega enn lengra aftur í tímann, kannski Páls postula. Þá var æskunni kennt að eyða aldrei um efni fram. Nú er að vaxa upp kynslóð sem virðist eiga í fullu fangi með að standa í skilum og kann bersýnilega ekki að fara með fjármál. Þetta er hryllilegt og á þessu þarf að taka með einhverju móti.

Kalvín átti þátt í að gera Svissara að stórveldi. Kapítalisminn rekur sögu sína þangað. Fáar þjóðir hafa náð jafn langt og Svissarar enda eru þeir sparsamir, iðjusamir en hversu trúaðir þeir eru í dag vel eða illa, skal ósagt látið enda ekki ásetningur Mosa að blanda sér í slíkt hjal.

Óskandi er að sem flestir sjái að sér og breyti til frá þessari gegndarlausu eyðslu og kæruleysi gagnvart verðmætum.

Mosi


mbl.is Íslendingar skulda mest í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband