Einkennileg yfirlýsing

Einkennileg er sú yfirlýsing frá Davíð Oddssyni seðlabankastjóra að nú sé allt í lagi fyrir fjármálastofnanir að gera upp í evrum. Það var öðru nær að ætla mætti að það væri líkt að nefna snöru í hengds manns húsi að íslensk fyrirtæki vildu gera ársuppgjör sín í evrum í stað íslenskra króna. Þessi gjaldmiðill, íslenska krónan, er nánast orðinn safngripur og ætti að umgangast hann sem slíkan. Leggja ber fremur áherslu á að aðalfundir íslenskra hlutafélaga fari fram á íslensku og ársskýrslur þeirra séu á íslenskri tungu svo lengi sem fyrirtækin eru skráð á Íslandi. Opinber stjórnsýsluaðili má ekki undir neinum kringumstæðum leggja steina í götu þeirra fyrirtækja sem haslað hafa sér völl erlendis og sækja nú þaðan megnið af tekjum sínum. Á síðasta ári fóru aðalfundir a.m.k. tveggja íslenskra fyrirtækja fram á ensku þó þeir væru háðir á Íslandi, þ.e. Exista og Kaupþing.

Á undanförnum mánuðum hefur gengi hlutabréfa fallið mjög mikið m.a. vegna óhóflega hárra stýrivaxta sem Seðlabankinn ákveður. Háir vextir er mikill hemill á þróun hlutabréfamarkaðarins og veldur fyrirtækjunum mjög þungum búsifjum. Nær hvarvetna í nágrannalöndunum eru stýrirvextir lækkaðir.

Núna bætist það við, að við gerð kjarasamninga er ein mikilsverðasta hindrunin að stýrirvextir eru allt of háir. Ætlar Seðlabankinn að stefna því mikilvæga starfi í uppnám? Ófriður á vinnumarkaði hefur alltaf reynst íslensku atvinnulífi já öllu íslensku samfélagi mjög illa og hefur ætíð dregið dilkm á eftir sér.

Það er því krafa Mosa að annað hvort lækkar Davíð Oddssons ofurbankastjóri Seðlabanka Íslands stýrirvextina - eða hann segir af sér og það STRAX!

Mosi


mbl.is Ekki ákvörðun Seðlabankans að heimila ekki uppgjör í evrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þetta kveður vel að hjá Mosa,!!!!!skyldi Davíð hræðast/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.2.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Davíð sá gamli stjórnmálarefur hefur vit á að sitja sem fastast. Það er ótrúlegt að enginn hefur treyst sér að skrifa blogg í um 6 klukkutíma um þessa yfirlýsingu Davíðs. Hefur hann þvílík hreðjatök á Sjálfstæðisflokknum? Eg hélt að þeir sem standa með flokki þessum vilji gjarnan vilja vera sjálfstæðir. Eða eru þeir fremur ósjálfstæðir? Óvirkt klapplið nema þeim sé sagt að klappa, eða baula á Ólaf Ragnar?

Sjálfs þín höndin hollust er! Við eigum að sýna að við erum frjálsir borgarar með okkar sannfæringu, okkar skoðanir en eigum ekki að segja okkur fyrir verkum!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.2.2008 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband