Erfiðleikatímar framundan?

Landsvirkjun býr sig undir lokareikninginn

Nú eru framundan mjög varhugaverðir tímar: í þeim ólgusjó sem nú geysar á fjármálamarkaði heims eru góð ráð dýr. Landsvirkjun þarf að styrkja fjárhag sinn allverulega enda eru mikil og umdeild framkvæmdaár að baki. Þó Kárahnjúkavirkjun sé nær tilbúin er eftir að gera verkið fjárhagslega upp. Reikna má með allverulega hærri lokareikning frá ítalska fyrirtækinu en lagt var upp með fyrir réttum 5 árum. Margt bendir til þess að næstu misseri verði Landvsirkjun mjög erfið fjárhagslega. Lán þetta er tekið með þeim kjörum sem nú einkennir alþjóðlega lánsfjárkreppu og oftast hefur Landvirkjun fengið hagstæðari kjör en að þessu sinni.

Fyrir 5 árum var fjárhagur Landsvirkjunar mjög traustur. Þá voru skuldir óverulegar og tekjur stöðugar, sem sagt fjárhagurinn stóð í miklum blóma. En öfgar stjórnmálanna láta ekki eftir sér bíða og fyrirtækinu var att út í þessar umdeildu framkvæmdir með ákvörðunum stjórnmálamanna sem höfðu slík hreðjatök á þjóðinni að undrum sætti. Álverð stendur að vísu nokkuð hátt um þessar mundir sem hefur góð tíðindi fyrir Landsvirkjun hvað orkuverð varðar. En hversu lengi verður það? Með vaxandi framleiðslu á áli má vænta þess að markaðurinn mettist og verð fari aftur lækkandi.

Þá verður arðsemin því miður mun verri en hún virðist vera nú í dag.

Mosi 


mbl.is Landsvirkjun gefur út skuldabréf fyrir 6,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Heldur maður þá ekki að það minki áhugin á að selja Landsvirkjun eins og sumir vilja???Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.2.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki er útilokað að Impregilo taki Landsvirkjun upp í skuld. Við stöndum ekki vel á móti þessu öfluga fyrirtæki sem er ekki síður með ötula og gríðarlega marga lögfræðinga en duglega verkfræðinga.

í viðskiptum sem þessum er ekkert „elsku amma“. Þetta er grjótharður sálarlaus bisniss.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 8.2.2008 kl. 17:45

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er eðlilegt að ólga á alþjóðlegum fjármálamörkuðum skili sér hingað. En spá þín um að álmarkaðir mettist og verð fari lækkandi er ekki í samræmi við spár álfyrirtækjanna. Vissulega er framleiðslan að aukast en þó ekki meira en eftirspurnin. Mörgum gömlum álverum hefur verið lokað þar sem ekki hefur fengist orka í ný og endurbætt álver.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2008 kl. 05:17

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spár álvyrirtækjanna: það er nefnilega það! En hvað segja álkaupendur? Og hvernig eru horfur með álmarkaði um næstu misseri?

Ef Íraksstríðið stoppar skyndilega, t.d. vegna þess að Bandaríkjamenn vilja gjarnan draga sig út úr þessari stríðsdellu þá má fyllilega reikna með að eftirspunr eftir áli snarminnkar. Ál er í dag mjög mikilvert hráefni í sprengjur af ýmsu tagi og þegar þörfin á þeim snarminnkar, ja hvað gerist þá? Má ekki reikna með að framboð á áli verði jafnvel meiri en eftirspurnin? Þá þarf ekki að velta framhaldinu meira fyrir sér. Þess má geta að meginhluti framleiðslu Alcoa á áli fer í umdeildan hergagnaiðnað. Skítt er aðvera tengdur þeirri ólukkans framleiðslu.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 243018

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband