8.2.2008 | 17:27
Erfiðleikatímar framundan?
Landsvirkjun býr sig undir lokareikninginn
Nú eru framundan mjög varhugaverðir tímar: í þeim ólgusjó sem nú geysar á fjármálamarkaði heims eru góð ráð dýr. Landsvirkjun þarf að styrkja fjárhag sinn allverulega enda eru mikil og umdeild framkvæmdaár að baki. Þó Kárahnjúkavirkjun sé nær tilbúin er eftir að gera verkið fjárhagslega upp. Reikna má með allverulega hærri lokareikning frá ítalska fyrirtækinu en lagt var upp með fyrir réttum 5 árum. Margt bendir til þess að næstu misseri verði Landvsirkjun mjög erfið fjárhagslega. Lán þetta er tekið með þeim kjörum sem nú einkennir alþjóðlega lánsfjárkreppu og oftast hefur Landvirkjun fengið hagstæðari kjör en að þessu sinni.
Fyrir 5 árum var fjárhagur Landsvirkjunar mjög traustur. Þá voru skuldir óverulegar og tekjur stöðugar, sem sagt fjárhagurinn stóð í miklum blóma. En öfgar stjórnmálanna láta ekki eftir sér bíða og fyrirtækinu var att út í þessar umdeildu framkvæmdir með ákvörðunum stjórnmálamanna sem höfðu slík hreðjatök á þjóðinni að undrum sætti. Álverð stendur að vísu nokkuð hátt um þessar mundir sem hefur góð tíðindi fyrir Landsvirkjun hvað orkuverð varðar. En hversu lengi verður það? Með vaxandi framleiðslu á áli má vænta þess að markaðurinn mettist og verð fari aftur lækkandi.
Þá verður arðsemin því miður mun verri en hún virðist vera nú í dag.
Mosi
Landsvirkjun gefur út skuldabréf fyrir 6,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heldur maður þá ekki að það minki áhugin á að selja Landsvirkjun eins og sumir vilja???Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 8.2.2008 kl. 17:39
Ekki er útilokað að Impregilo taki Landsvirkjun upp í skuld. Við stöndum ekki vel á móti þessu öfluga fyrirtæki sem er ekki síður með ötula og gríðarlega marga lögfræðinga en duglega verkfræðinga.
í viðskiptum sem þessum er ekkert „elsku amma“. Þetta er grjótharður sálarlaus bisniss.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.2.2008 kl. 17:45
Það er eðlilegt að ólga á alþjóðlegum fjármálamörkuðum skili sér hingað. En spá þín um að álmarkaðir mettist og verð fari lækkandi er ekki í samræmi við spár álfyrirtækjanna. Vissulega er framleiðslan að aukast en þó ekki meira en eftirspurnin. Mörgum gömlum álverum hefur verið lokað þar sem ekki hefur fengist orka í ný og endurbætt álver.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2008 kl. 05:17
Spár álvyrirtækjanna: það er nefnilega það! En hvað segja álkaupendur? Og hvernig eru horfur með álmarkaði um næstu misseri?
Ef Íraksstríðið stoppar skyndilega, t.d. vegna þess að Bandaríkjamenn vilja gjarnan draga sig út úr þessari stríðsdellu þá má fyllilega reikna með að eftirspunr eftir áli snarminnkar. Ál er í dag mjög mikilvert hráefni í sprengjur af ýmsu tagi og þegar þörfin á þeim snarminnkar, ja hvað gerist þá? Má ekki reikna með að framboð á áli verði jafnvel meiri en eftirspurnin? Þá þarf ekki að velta framhaldinu meira fyrir sér. Þess má geta að meginhluti framleiðslu Alcoa á áli fer í umdeildan hergagnaiðnað. Skítt er aðvera tengdur þeirri ólukkans framleiðslu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.