Umdeildur flugvöllur

Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni í Reykjavík hefur lengi verið umdeildur. Þegar 1957 urðu deilur í borgarstjórn Reykjavíkur um framtíð flugvallarins og um margt eru þær líkar þeim sem nú eru uppi.

Á þessum langa tíma, hálfri öld, hefur umræðan breyst eðlilega mjög mikið. Fyrir 50 árum var flugið fyrst og fremst áætlunarflug og kennsluflug, smávegis sjúkraflug og millilandaflug með litlum fluvélum, t.d. DC4 Skymaster. Þá var ekki svo mikið rætt um flugöryggi eins og nú, ef vel á að vera þarf að vera mjög rúmt um flugvelli, engin fjöll og helst engar byggingar sem truflað geta aðflug né flugtak. Reykjavíkurflugvöllur er e.t.v. notaður innan við 1% tilvika sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll og spurning hvort það út af fyrir sig sé nægjanlegur rökstuðningur að halda í flugvöllinn í Reykjavík. Víða má byggja flugvöll, á Suðurlandi og Vesturlandi sem vissulega gætu orðið mikilvægir flugvellir framtíðarinnar. Þeim mætti velja stað við aðrar aðstæður en eru í Keflavík.

Annars er ótrúlegt hve þeir sem búa nálægt flugvellinum í Vatnsmýrinni eru umburðarlyndir gagnvart þessum mikla hávaða sem fylgir þessum rekstri. 

En óskandi er að leit að nýjum varaflugvelli haldi áfram. Hólmsheiðin býður sennilega ekki upp á réttu aðstæðurnar.

Mosi 


mbl.is Er allt á niðurleið á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband